Borgarhólsskóli sigraði Fiðring

Fiðringur á Norðurlandi er hæfileikakeppni grunnskólanna að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Þetta er í þriðja skipti sem Fiðringur fer fram og í ár tóku tíu skólar þátt af Norðurlandi. Keppnin fór fram í Hofi á Akureyri
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í dag í Safnahúsinu á Húsavík. Fimm nemendur sjöunda bekkjar skólans komu saman og fluttu mál sitt fyrir gesti. Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk hófst veturinn 1996 - 1997 með þátttöku 223 barna í Hafnarfirði og á Álftanesi. Sex árum síðar voru börnin 4579 úr 151 skóla hringinn í kringum landið. Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af.
Lesa meira

Annað sæti á Samfés

Söngkeppni Samfés fór fram í Laugardalshöll um liðna helgi þar sem 29 af bestu söngatriðum félagsmiðstöðva landsins komu fram á stóra sviðinu. Allir keppendur voru búnir að komast áfram í gegnum undankeppnir sem fóru fram í öllum landshlutum og má því með sanni segja að efnilegustu söngvarar landsins hafi komið þar fram.
Lesa meira

Áfram Borgó - keppni í skólahreysti

Skólahreysti hefur verið haldið síðan árið 2005. Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir eru frumkvöðlar að keppninni sem snýst um alhliða íþróttaupplifun byggð á almennri íþróttakennslu. Um er að ræða heilbrigða keppni milli skóla landsins þar sem bæði einstaklingsframtakið og liðsheildin skipta máli.
Lesa meira

Þemað um 6H heilsunnar

Það er mikilvægt að huga að heilsunni. Hugtakið heilsa vísar til líkamlegs, andlegs og félagslegs vellíðanar einstaklings. Heilsa er ekki bara fjarvera sjúkdóma eða kvilla, heldur ástand þar sem einstaklingur nýtur góðrar líkamlegrar getu, er andlega stöðugur og upplifir jákvæð samskipti við aðra. Á nýliðnum þemadögum unnum við með 6H heilsunnar sem felur í dyggðirnar; hollusta, hreyfing, hamingja, hugrekki, hvíld og hreinlæti.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Nemendur & starfsfólk Borgarhólsskóla óska öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Lesa meira

Velferðarvísar í mótun

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, áður Menntamálastofnun, vinnur að þróunarverkefni við gerð skimunartækis til að auka farsæld barna að skoskri fyrirmynd. Það er með vísan í samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Lesa meira

Skoffín og skringilmenni

Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri kom í heimsókn í morgun með leiksýninguna og öróperu Skoffín og skringilmenni. Hópurinn var stofnaður árð 2022 og er skipaður sex atvinnulistamönnum. Nemendur fjórða til og með sjöunda bekkjar bauðst að fara á sýninguna sem er söngleikur sem fjallar um íslenska tungu. Þjóðsagnapersónur birtast á sviðinu í söng og leik.
Lesa meira

Bekkjarfundur og lausnaleit enduðu á borði sveitarstjóra

Nemendur koma reglulega saman til bekkjarfundar í skólanum. Á dagskrá eru ýmis málefni, lausnaleit og upprifjun á verkefnum Jákvæðs aga. Nemendur annars bekkjar voru á sínum vikulega fundi þar sem nemendur og starfsfólk leituðu lausna á því hvar væri hægt að klifra á skólaóðinni. En nemendur hafa verið að klifra á ruslatunnum skólans sem eru einmitt staðsettar við lítinn klifurvegg eða á öðrum óæskilegum stöðum.
Lesa meira

Skóladagatal næsta skólaárs 2024-2025

Skólaárinu 2023-2024 lýkur senn. Fjölskylduráð Norðurþings hefur staðfest tillögu að skóladagatali næsta skólaárs. Tillagan var sömuleiðis tekin fyrir í skólaráði og samþykkt. Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2024 - 2025 liggur fyrir og öllum aðgengilegt.
Lesa meira