Farsæld barna

Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tekið gildi. Innleiðing laganna um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru kölluð farsældarlögin stendur yfir. Nú er kominn nýr og aðgengilegur vefur sem kallast Farsæld barna og þar má finna nánari upplýsingar um hvað löggjöfin felur í sér og hvert hlutverk tengiliða er. Einnig má sjá aðgengilegt myndband sem lýsir í stuttu máli því sem lögin innibera.

 

Samkvæmt lögunum eiga börn og foreldrar að hafa greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi.

 

Börn og foreldrar þeirra hafa aðgang að tengilið í skóla. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Í flóknari málum hafa börn og foreldrar aðgang að málstjóra hjá Norðurþingi eða þar sem þarfir barns liggja hverju sinni. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar.

Smellið hér fyrir neðan...

Spurt & svarað um farsældarþjónustu við börn

Handbók farsældar

 

Tengiliður í Borgarhólsskóla

Arna Ásgeirsdóttir

arnaa(hjá)borgarholsskoli.is

Tengiliður

Málstjóri

Stigskipting þjónustu