Móttökuáætlun nýrra nemenda
Þegar óskað er eftir skólavist fyrir nemanda innritar foreldri nemandann skriflega í gegnum tölvupóst til ritara skólans.
Ef sótt er um skólavist fyrir nemanda með lögheimili utan Norðurþings er það gert skriflega til Fjölskylduráðs/fræðslufulltrúa sem tekur ákvörðun um samþykki eða synjun í samráði við skólastjórnendur.
Innritun
- Foreldri innritar nemanda
- Foreldri og nemandi eru boðuð í viðtal við skólastjórnanda
- Ritari sendir tölvupóst á alla starfsmenn skólans þar sem vakin er athygli á að nýr nemandi hafi hafið nám við skólann
Undirbúningur viðtals
- Ritari lætur teymið vita að nýr nemendi sé væntanlegur og hvenær móttökuviðtalið fer fram
- Aðilar frá frístund skólans boðaðir á fundinn ef þess þarf
- Teymið undirbýr nemendur fyrir komu nýs nemanda og tilkynnir jafnframt öðrum kennurum sem kenna honum um komu hans
- Deildarstjóri skráir nemandann inn í Office365 og afhendir aðgangsorð ef við á
- Ritari og umsjónarkennari safna saman þeim gögnum sem nota á í viðtalinu s.s. stundaskrá, hópaskiptingum og upplýsingum um mötuneyti, nestismál og myndatökur .
Móttökuviðtal
- Móttökuviðtalið sitja foreldrar, nemandi, skólastjórnandi, umsjónarkennari og aðrir þeir sem nauðsyn er talin á að sitji viðtalið s.s sérkennari eða námsráðgjafi.
- Farið er yfir þau gögn sem fylgja nemandanum
- Deildarstjóri (þegar við á) gerir grein fyrir fyrirkomulagi stoðþjónustu í skólanum
- Stofnað teymi um nemandann þegar við á og ákveðinn fundatími með foreldrum, nemanda og teyminu
- Umsjónarmaður frístundar (þegar við á) gerir grein fyrir starfsemi frístundar
- Námsráðgjafi boðar nemanda til viðtals fljótlega eftir að nemandi hefur nám við skólann
- Nemendur og foreldrar fara ásamt umsjónarkennara skoða skólastofuna og þann inngang sem nemendinn notar.
Eftirfarandi þættir eru útskýrðir fyrir foreldrum og nemandanum í móttökuviðtalinu
- Skipulag skólastarfsins og skóladagatal
- Stoðþjónusta skólans
- Stundaskrá nemandans
- Íþróttir og sund, staðsetning, fatnaður, reglur varðandi sturtu og mætingar
- Heimasíða skólans, símanúmer og netföng
- Skólareglur og mætingar
- Mötuneyti og nesti
- Myndatökur
- Frístund
- Samstarf heimilis og skóla
- Mentor og hvaða upplýsingar má nálgast þar
- Ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skólanum
Allir nýir nemendur fá svokallaða aðstoðarnemendur þ.e. umsjónarkennarar velja tvo nemendur til þess að sjá um nýja nemandann fyrstu fjórar vikurnar. Í sumum tilfellum aðlagast nýr nemandi fljótt og þá lýkur hlutverki þessara aðstoðarnemenda fyrr. Kennarar fara yfir, með þessum aðstoðarnemendum, til hvers er ætlast af þeim og er hlutverk þeirra sem hér segir:
- Að fylgja nýja nemandanum í allar sérgreinar (heimilisfræði, myndmennt, textílmennt, tónmennt, smíði, íþróttir, sund, og valgreinar)
- Að sýna skólahúsnæði (salur/mötuneyti, salerni, nemendasjoppa, skrifstofa og skrifstofur skólastjórnenda, inngangar, staðsetning bekkja, kaffistofa starfsfólks, námsráðgjafi, skólahjúkrunarfræðingur, Námsver og Frístund)
- Passa að nýi nemandinn sé ekki einn í frímínútum og fylgja honum á skemmtanir og viðburði á vegum skólans.