Náms- og starfsráðgjöf

Námsráðgjafi er Kristín Helgadóttir
Aðsetur hennar er í stofu 21 í austurálmu.
Netfang: kristinh(hjá)borgarholsskoli.is

Námsráðgjafi er við alla virka daga nema föstudaga.
Þjónusta námsráðgjafa stendur öllum nemendum skólans og foreldrum þeirra til boða. Þeir geta komið að eigin frumkvæði eða verið vísað af starfsmönnum skólans.

Námsráðgjafinn er málsvari og trúnaðarmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu um málefni þeirra, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.

Hlutverk námsráðgjafa

Hlutverk námsráðgjafa, sem og annarra starfsmanna skólans er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna þeim í málum er snerta nám, líðan og framtíðaráform.

Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi.

Námsráðgjafi vinnur bæði með einstaklinga og hópa. Hann vinnur í samráði við foreldra eftir því sem við á. Einnig hefur hann samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan skólans, s.s. umsjónarkennara/kennara, sérkennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðinga og vísar málum einstaklinga til þeirra.

  • Samvinna milli nemanda og námsráðgjafa er grundvöllur þess að ráðgjöfin nýtist nemandanum

  • Aðstoð námsráðgjafa miðar að því að nemandinn læri að taka ákvarðanir sem skipta hann máli.

  • Nemendur geta leitað til námsráðgjafa að eigin frumkvæði eða beðið umsjónarkennara, stjórnendur eða forráðamenn um að hafa milligöngu um viðtal.

  • Forráðamenn geta einnig leitað beint til námsráðgjafa.

Starfssvið náms- og starfsráðgjafa er m.a. að:

  • Stuðla að því að öllum nemendum líði sem best í skólanum og þeir nái sem bestum námsárangri.
  • Aðstoða nemendur við að tileinka sér árangursríkar námsvenjur og námsaðferðir.
  • Aðstoða nemendur við persónuleg vandamál sem raska námi þeirra og valda þeim vanlíðan.
  • Aðstoða nemendur við að þróa með sér jákvæða sjálfsmynd, sjálfsskilning, sjálfstæði og færni við lausn vandamála og ákvarðanatöku.
  • Aðstoða nemendur við að átta sig á áhugasviðum sínum og hæfileikum.
  • Veita nemendum og foreldrum upplýsingar um námsleiðir að loknum grunnskóla og aðstoða þá við flutning milli skóla.

Persónuleg ráðgjöf

  • Persónuleg ráðgjöf felst í því að veita nemendum og forráðamönnum ýmiss konar aðstoð og stuðning svo nemendur nái settu marki í námi sínu og skólaganga þeirra verði sem farsælust. 
  • Persónuleg mál nemenda geta verið af ýmsum toga s.s. námsleg, félagsleg, tilfinningaleg eða tengd samskiptum. Stuðningur námsráðgjafa miðar að því að aðstoða nemendur við að leita lausna. 
  • Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda. Í undantekningar- tilfellum skv. 6.gr. siðareglna náms- og starfsráðgjafa kveða lög svo um að ef ógn steðjar að ráðþega (nemanda) eða þriðja aðila, getur reynst nauðsynlegt að rjúfa trúnað. Skal þá náms- og starfsráðgjafi jafnan gera ráðþega grein fyrir að trúnaður verði rofinn.
  • Námsráðgjafi býður sömuleiðis upp á hópráðgjöf og fræðslu í minni hópum t.d vegna samskiptamála.

Ráðgjöf um vinnubrögð og námstækni

Markmið fræðslu og ráðgjafar í námstækni er að nemendur kynnist hugsun, viðhorfum, námsaðferðum og námsvenjum sem rannsóknir og reynsla hafa sýnt að eru árangursríkar. 

Til að ráðgjöf í námstækni nýtist nemanda er mikilvægt að hann vilji sjálfur breyta eða bæta námsaðferðir og námsvenjur sínar.

Námsráðgjafi aðstoðar nemendur m.a. við: 

  • að skoða og meta eigin námsaðferðir og námsvenjur 
  • skipulagningu á námi 
  • minnistækni 
  • vinnulag í einstökum námsgreinum 
  • skipulagningu á prófundirbúningi og próftöku
  • Bæklingur um prófkvíða

Starfsmenntun - kynningarmyndbönd

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt Samiðn hefur látið útbúa fjögur stutt myndbönd um þau tækifæri sem felast í störfum í byggingar- og málmiðnaði. Markmiðið er að myndböndin gefi góða innsýn í þessi störf og kveiki áhuga hjá ungu fólki sem er að velja sér framtíðarstarf. Eins er markmiðið að vekja athygli nemenda og foreldra þeirra á hagnýtu og skemmtilegu námi sem opnar leiðir inn í fjölbreytt framhaldsnám og starfsvettvang þar sem eftirspurn er eftir fólki og framtíðarhorfur góðar.

Myndböndin eiga að nýtast nemendum, foreldrum, náms- og starfsráðgjöfum og öðrum fræðsluaðilum. Hvert myndband er 90 sekúnda langt en mælt er með því að horfa á þau öll til að fá heildarmyndina.

Hér er hægt að skoða myndböndin en þau má finna inni á Youtube:

Smíða
Byggja
Framleiða
Um störfin

Rafiðnaðarsambandið hefur einnig framleitt fimm myndbönd um störf í rafiðnaði:

Störf í rafiðnaði
Óbeint rafmagn
Hvernig komst ég hingað?
Framtíðin, menntun og störf
Allt hægt með rafmagni

Myndböndin eru hluti af verkefni sem unnið er í ráðuneytinu sem hefur það markmið að efla kynningu á iðn-, verk- og tækninámi. Sjá nánar:http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/8010

 

Gagnlegar bækur

  • Ofvirknibókin eftir Rögnu Freyju Karlsdóttur. Bók fyrir kennara og foreldra. 
  • Töfrar 1-2-3. Eftir Thomas W.Phelan. 
  • Ráð handa reiðum krökkum. Reiðistjórnunarbók. Eftir dr. Jerry Wilde.
  • Hvað get ég gert…….bækur um áhyggjur/kvíða, reiðistjórnun, neikvæðni og svefnvanda. Eftir Dawn Huebner, þýddar af Árnýju Ingvarsdóttur og Thelmu Gunnarsdóttur (www.hvadgeteggert.is
  • Börn eru klár. Eftir Ben Furman, þýdd af Helgu Þórðardóttur. 
  • Lærðu að hægja á og fylgjast með. Höfundar Kathleen G. Nadeau og Ellen B. Dixon. Þýðandi Gyða Haraldsdóttir. 
  • Bætt hugsun, betri líðan. Handbók í hugrænni atferlismeðferð fyrir börn og unglinga. Eftir Paul Stallard.

 

Gagnlegar vefsíður: