- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Lögð er áhersla á að tekið sé vel á móti nemendum af erlendum uppruna þegar þeir hefja nám og að aðlögun þeirra að skóla og samfélagi verði jákvæð.
Íslenska sem annað tungumál felur í sér þjálfun í íslensku og þátttöku í íslenskri menningu. Nemendurnir hafa oft ólíkan menningar-, mállegan- og námslegan bakgrunn. Þess vegna er mikilvægt að aðstoða þá að aðlagast nýjum háttum, siðum og nýju skólakerfi.
Tryggja þarf félagslega stöðu nemenda í skólanum. Áhersla er lögð á að nemendur fái sambærilega menntun og aðrir nemendur á meðan þeir eru að tileinka sér íslensku.