- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
1. Við förum eftir fyrirmælum starfsmanna.
2. Við sýnum hvert öðru virðingu og tillitssemi.
3. Við mætum stundvíslega með viðeigandi námsgögn.
4. Við notum ekki hjól, hlaupahjól, hjólabretti eða línuskauta á leiksvæði skólans á skólatíma.
5. Við höfum slökkt á símanum og geymum hann ofan í tösku.
6. Við skiljum tyggjó, sælgæti og gos eftir heima. Við sérstakar aðstæður geta kennarar gert undantekningu. Tyggjó er þó leyfilegt á unglingastigi.
7. Við notum ekki tóbak eða önnur vímuefni í skólanum, á skólalóðinni og hvar sem verið er á vegum skólans.
Brjóti nemandi skólareglu ber viðkomandi kennara eða starfsmanni að fylgja eftirfarandi vinnureglum til þess að tryggt sé að forráðamenn og umsjónarkennari fái vitneskju um málið. Bregðast skal við brotum á eftirfarandi hátt:
1.stig |
Viðkomandi starfsmaður ræðir sérstaklega við nemanda og gerir honum grein fyrir alvarleika málsins. Umsjónarkennari er gert viðvart og atvikið skráð í Mentor. |
2.stig |
Við endurtekin brot hefur umsjónarkennari samráð við foreldra/forráðamenn um úrlausnir. Niðurstöður skráðar í Mentor. |
3.stig |
Ef ekki verður breyting á hegðun nemanda boðar umsjónarkennari foreldra og nemanda á fund þar sem málið verður tekið til umfjöllunar. Niðurstaða fundar er skráð í Mentor og tekið fram hvað nemandi ætlar að gera til að bæta stöðu sína. |
4.stig |
Beri ofangreind úrræði ekki viðunandi árangur er málinu vísað til skólastjóra. Skólastjóri getur vísað málinu til nemendaverndarráðs og/eða barnaverndarnefndar samkvæmt 14. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 |
ATH! Brot getur verið svo alvarlegt að hlaupa verði yfir stig og málinu vísað strax til skólastjóra.
Sund
2. og 3. bekkur byrja í sundi miðvikudaginn 23. ágúst og seinasti sundtími þeirra er 5. september. 4. 10. bekkur byrjar í sundi samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 6. september.
2. 3. bekkur eru ekki í íþróttum á meðan sundkennslan er, hefjast íþróttir hjá þeim samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 6. september. 4. 10. bekkur byrja strax í íþróttum samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.
Reglur vegna sunds á unglingastigi
Nemendur 8. og 9. bekkjar eiga kost á því að taka 10. stig í sundi í lok 9. bekkjar ef þeir hafa mætt í a.m.k. 80% sundtímanna yfir veturinn. Þ.e.a.s. verið ofaní og tekið þátt í sundtímanum. Veikind og leyfi (vottorð) teljast ekki sem mæting. Ef nemandi nær a.m.k. 80% mætingu og nær 10. sundstiginu, er val um sund eða íþróttir í 10. bekk.
Íþróttir
Nemendur í 1. 2. og 3.bekk þurfa að vera í íþróttafötum í íþróttatímum, þ.e.a.s. þeir þurfa að koma með föt með sér og hafa fataskipti, eða vera í stuttbuxum innan undir. Ekki er í boði að vera í innanhús skóm fyrr en í 4.bekk.
Nemendur í 4. 10. bekk þurfa að vera í íþróttafötum í íþróttatímum, þ.e.a.s. þeir þurfa að koma með föt með sér og hafa fataskipti. Endilega hvetjið börnin til að vera í innan-hússkóm.
Æskilegt er að nemendur fari í sturtu að loknum tíma.
Þátttaka í tímum
Ef nemandi getur einhverra hluta vegna ekki tekið þátt í íþrótta- eða sundtímum, ber honum að vera með skrifleg skilaboð frá foreldrum/forráðamanni, hvort sem það er í tölvupósti eða á miða. Íþróttakennarinn ákveður þá hvaða verkefni nemandinn fær, það fer eftir því hver ástæðan er.
Ef nemandi gleymir íþrótta- eða sundfötum er hann látinn horfa á, fara í gönguferð ef veður leyfir eða settur í annað verkefni.