Skólasafnið

Skólasafnið er upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans ætluð nemendum og starfsmönnum hans.
Eitt af aðalmarkmiðum safnsins er því að kenna nemendum að finna gögn á safninu og að þeir þekki það kerfi sem notað er við uppröðun gagna.

Auk þess er markmið safnsins að nemendur læri að:

  • afla upplýsinga úr bókum og öðrum miðlum
  • vinna úr upplýsingum

Lestur og lestrarhvatning er afar mikilvægur þáttur í starfsemi safnsins.
Markmiðið er að gera nemendur að áhugasömum lesendum jafnt á skáldrit sem fræðirit.
Ef vel tekst til tökum við þátt í að móta lestrarvenjur þeirra til framtíðar.

Starfsemi safnsins miðar að því að styðja við það starf sem fram fer í skólanum.

Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra fá bækling um starfsemi safnsins. Allir nemendur skólans eru hvattir til að nota skólasafnið sér til gagns og gamans.

Á skólasafninu gilda einfaldar reglur:

  • Að ganga rólega og hljóðlega um og taka tillit til annarra.
  • Að fara vel með öll gögn af safninu.

Athygli er vakin á að allir nemendur Borgarhólsskóla fá ókeypis lánþegaskírteini á Bókasafni Húsavíkur.

Safnið er opið að mestu leyti frá kl. 8:15-14:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8.00 til 12.00. 

Umsjón á safni annast:
Sóley Sigurðardóttir