Frístund - Borgarhólsskóla

Frístund - Borgarhólsskóla er staðsett á fyrstu hæð í Borgarhólsskóla. Frístundarvistun er í boði fyrir börn í 1.- 4. bekk þar sem hlutverkið er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf sem hentar öllum.

  • Frístund er opin frá kl. 13:00 eða frá því að skóla lýkur og til kl. 16:00.
  • Starfsfólk hjálpar einnig til við að minna eldri nemendum á íþrótta og tómstundastarf sem er stundað á vistunartíma en fylgir 1. og 2. bekk á sínar æfingar samkvæmt starfsáætlun samþættingarverkefnis Norðurþings.

 

Senda Frístund póst - fristund(hjá)borgarholsskoli.is

Hringja í Frístund - sími, 6242781

Starfsfólk Frístundar

Andri Birgisson, deildarstjóri Frístundar

Ásgerður Heba Aðalsteinsdóttir

Beatriz Long Bautista

Einar Ísfjörð Sigurpálsson

Friðrika Bóel Ödudóttir

Jónína Hildur Grímsdóttir

Juan Guardia

Kristine Teivane

María Björt Wiium

 

 

Skráning

Sótt er rafrænt um dvalarsamning fyrir nemanda í frístund inni á heimasíðu Borgarhólsskóla. Boðið er upp á vistun frá einum degi upp að fimm dögum í viku og er síðdegishressing innifalin. Dvalarsamningurinn gildir út skólaárið en hægt er að breyta fyrirkomulagi vistunar á milli mánaða. Ef foreldri/forráðamaður óskar eftir að gera breytingu á dvalartíma skal láta vita fyrir 20. hvers mánaðar, skriflega í tölvupósti og miðast breyting við 1. næsta mánaðar. Gjaldskrá, sjá hér. 

Afþreying

Starfið felst m.a. í föndri, hópleikjum, frjálsum leik, hópefli, fræðslu og vettvangsferðum svo fátt eitt sé nefnt. Börn í 1. og 2. bekk fara einnig á íþróttaæfingar á frístundartíma en það er hluti af samþættingarverkefninu í Norðurþingi.

Börnin vinna með málningu í einstaka tilfellum og því má reikna með því að óhöpp geti orðið, við gerum þó okkar allra besta til að koma í veg fyrir slík slys. Gott getur verið að mæta með föt til skiptanna. Skapaðar eru aðstæður þar sem hvert barn fær tækifæri til að styrkjast í samskiptum við jafnaldra og að sama skapi að læra að standa á eigin fótum. Leiðarljós starfsins er þó alltaf að barnið fái tækifæri til að velja verkefni og aðstæður sem henta að hverju sinni með það að markmiði að öllum líði vel.

 

Markmið

Lögð er áhersla á að búa til skapandi og öruggt umhverfi fyrir börnin þar sem hver og einn fær að njóta sín og þroskast. Í frístund gefst börnum kostur á að fá útrás fyrir hreyfi,- leikja og sköpunarþörf. Þó svo að frístund byggi fyrst og fremst á frjálsum leik er unnið eftir skipulagðri starfsemi, þar sem lögð er áhersla á Jákvæðan aga þannig að börnin fái tækifæri til að þroska félagsfærni sín gegnum andrúmsloft virðingar, góðvildar og festu.

  • Að barninu líði vel í frístund.
  • Að barnið finni fyrir öryggi.
  • Að barnið læri að deila og koma vel fram við aðra.
  • Að barnið fái tækifæri til að þroskast líkamlega, andlega og félagslega.
  • Að góð samskipti og samvinna sé milli skóla, heimila og frístundar

Algengar spurningar

Barnið mitt er á íþróttaæfingu á frístundartíma, þarf ég að sækja það og má það koma aftur í frístund eftir æfingu?

Foreldrar þurfa ekki að sækja, starfsfólk frístundar passar upp á að senda börnin tímalega á allar æfingar sem eru á frístundartíma. Þau fá þó ekki fylgd á æfingar og eru svo á sinni eigin ábyrgð/foreldranna eftir það. Börnunum er velkomið að koma aftur í frístund eftir æfingar en þeim verður að vera treyst í það að skila sér aftur sjálf.

Hvað með forföll?

Foreldrar láta vita af forföllum í gegnum síma Frístundar eða í tölvupósti. Eins þarf að láta vita á sama hátt ef annar en foreldri/forráðamaður sækir barnið.

Er einhver sérstakur klæðnaður?

Ætlast er til að börn komi ávallt klædd eftir veðri.

Hvar er frístund?

Á fyrstu hæð í Borgarhólsskóla (þar sem 1. bekkur hefur aðstöðu núna)

Hvernig greiðir maður?

Foreldrar fá sendan reikning heim eða í gegnum netbanka.

Get ég breytt vistun?

Foreldri þarf að láta vita skrifalega í tölvupósti fyrir 20. hvers mánaðar og tekur breytingin gildi 1. næsta mánaðar.
ATH: Umsókn um vistun gildir allan veturinn eða þar til vistun er sagt upp, þ.e. fyrir 20. hvers mánaðar. Ekki þarf að sækja um í hverjum mánuði.