- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Borgarhólsskóli hefur aðgang að sérfræðiþjónustu Norðurþings. Aðili frá Skólaþjónustu situr nemendaverndarráðsfundi. Boðið er upp á þjónustu sálfræðings, talmeinafræðings og sérkennsluráðgjafa. Þjónustan felst einna helst í greiningu og ráðgjöf. Einnig vinnur Borgarhólsskóli með deildarstjóra málefna fatlaðra og starfsmönnum Félagsþjónustu.
Þegar skólinn og/eða foreldrar óska eftir þjónustu sérfræðinga á vegum sérfræðiþjónustu Norðurþings útbýr skólinn tilvísun sem foreldrar skrifa undir. Starfsmenn þjónustunnar koma oftast í skólann og hitta nemendur þar.