Stuðningur/Sérkennsla

Nemendur sem eiga við námsörðugleika að etja stendur til boða stuðningur við nám.  Stuðningur er veittur einstaklingum eða hópum, skipulagður til lengri eða skemmri tíma, jafnvel alla skólagönguna. Í hverju teymi eru ásamt umsjónarkennurum starfsmenn sem koma að kennslu nemenda sem þurfa stuðning en lögð er áhersla á að allir starfsmenn teymisins koma að kennslu allra nemenda.  Skipulag og inntak kennslunnar byggir á greiningum og mati á stöðu nemenda og getur falið í sér verulegar breytingar á markmiðum, námsefni, námsaðstæðum og kennsluaðferðum.  Sem dæmi um námsörðugleika má nefna leshömlun, stærðfræðiörðugleika, almenna námserfiðleika og málþroskaröskun.

Nemendur af erlendum uppruna njóta einnig íslenskukennslu og námsaðstoð á meðan þörf krefur.
Nemendum með ADHD stendur til boða að hitta reglulega kennara sem aðstoðar viðkomandi nemendur með nám, skipulag og annað sem þörf er á hjá hverjum og einum.  Virkt samstarf er við foreldra þessara nemenda.

Sérkennarar eða almennir kennarar sinna sérkennslu. Umsjónarkennari og sérkennari setja í sameiningu markmið með sérkennslunni.  Í sumum tilvikum fylgir nemandi þeim markmiðum sem sett eru fyrir bekkinn, í öðrum tilvikum þarf að aðlaga námið og er þá útbúin námsaðlögun en einnig eru dæmi um að sett séu alveg ný markmið fyrir nemandann sem sett eru fram í einstaklingsnámskrá.
Stuðningurinn fer fram á teymissvæði, fyrir einstaklinga jafnt sem hópa.  Í flestum teymum sér einn og sami kennarinn um stuðninginn.  Hann vinnur í teymi með umsjónarkennurum og skipuleggja þeir í sameiningu framkvæmd kennslunnar.
Sérkennari skilar skýrslu um sérkennsluna.