Góðar gjafir

Sigurður Árnason afhendir Björgu bókina
Sigurður Árnason afhendir Björgu bókina
Skólasafni Borgarhólsskóla hafa borist gjafir í tilefni þess að í nóvember sl...
Skólasafni Borgarhólsskóla hafa borist gjafir í tilefni þess að í nóvember sl. voru liðin 110 ár frá upphafi formlegs skólahalds á Húsavík.
 
 Hinn 1. júlí 2006 voru 120 ár liðin frá stofnun Landsbanka Íslands – Í tilefni þess og 110 ára afmælis skólahalds á Húsavík færði Sigurður Árnason útibússtjóri Landsbankans á Húsavík skólasafninu glæsileg bók um listamanninn Jóhannes S. Kjarval og verk hans.
  
Einnig bárust fjórar pólsk-íslenskar/íslensk –pólskar orðabækur frá Stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum (sjá frétt á www.vh.is). Félögin hafa dyggilega stutt við erlent verkafólk sem flutt hefur til Húsavíkur og nágrennis með alls konar námskeiðum, m.a. íslenskunámskeiðum.
Nú er von á pólskum nemendum í skólann á næsta skólaári og koma þá orðarbækurnar væntanlega að góðu gagni.
 
Hafi gefendur bestu þakkir fyrir!
 
Björg Sigurðardóttir, skólasafnskennari.
Björg tekur við orðabókunum úr hendi Aðalsteins

Athugasemdir