Fréttir

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 13. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar eins og netföng starfsfólks og fleira hér á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Lestraráskorun og ofurhetjuspil

Í sumar hvetjum við öll til að setja á sig ofurhetjuskikkjuna og taka þátt í Sumarlestri almenningsbókasafnanna. Lestur veitir ofurkraft, því meira sem þú lest, því meira lærir þú og skilur. Það er mikilvæt að halda lestri að börnum og ungmennum yfir sumartímann.
Lesa meira

Skólaárinu lokið hjá nemendum

Skólaárinu 2023-2024 er lokið hjá nemendum. Nemendur fyrsta til og með níunda bekkjar hittu kennarana sína í dag í hverskonar uppbroti. Nemendur komu saman í athöfn á Sal skólans. Umsjónarkennarar afhentu vitnisburð skólaársins. Búið er að opna fyrir birtingu á hæfnikortum í mentor og við hvetjum foreldra til að rýna í þau.
Lesa meira

Útskrift úr grunnskóla - til hamingju

Nemendur tíunda bekkjar kvöddu skólann sinn í dag eftir tíu ára skólagöngu með skólaskírteini í hönd. Hvert og eitt heldur sína leið með eigin markmið og stefnu í lífinu. Skólinn óskar nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og velfarnaðar á lífsins leið.
Lesa meira

Vorferð sjöunda

Nemendur sjöunda hafa farið í skólaferð í lok skólaárs. Á sínum tíma var farið í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði sem mörg muna eftir. Síðar var farið í Mývatnssveit í námsferð um fugla og jarðfræði. Að þessu sinni var farið í hópeflisferð í Eyjafjörðinn dagpart.
Lesa meira

Nemendur rannsaka nærumhverfið

Nærumhverfi okkar bæði náttúrulegt og manngert. Garðar, skóglendi, vötn, götur eða hús. Allt í nálægð við búsetu og starfsemi hverskonar. Nemendum í öðrum og þriðja rannsökuðu nærumhvefi sitt nýlega. Nemendur lásu bækurnar Ánamaðkar og Humlur í bókaflokknum; allt milli himins og Jarðar. Að því tilefni fóru nemendur í vettvangsferð út á skólalóð sem er ansi víðfem í leit að hverskonar lífverum eins og flugum, köngulóm eða öðrum smálífverum.
Lesa meira

Í hvalaskoðun

Fimmti bekkur hefur árlega unnið með hvali með margvíslegum hætti. Að þessu sinni var farið i hvalaskoðun í boði Norðursiglingar. Haldið var út út höfn á Bjössa Sör undir leiðsögn Garðars Þrastar Einarssonar frá Hvalasafninu á Húsavík
Lesa meira

Háskólabrautarpallurinn á Borgarhóli

Fyrsta ferð Háskólalestarinnar var árið 2011 þegar skólinn fagnaði aldarafmæli. Markmiðið með lestarferðinni er að kynna fjölbreytta starfsemi skólans, beina athygli að starfi Rannsóknarsetra í landsbyggðunum og vísindamiðlun til ungs fólks og fjölskyldna. Lestin hafði viðkomu í Borgarhólsskóla í dag.
Lesa meira

Vorskólinn

Að hefja skyldunám í grunnskóla er mikilvægur og spennandi áfangi í lífi hvers barns. Það er að mörgu að hyggja. Læra nýja hluti, eignast vini og þróa með sér hæfileika sem munu fylgja manni út ævina. Elsti hópur á leikskólanum Grænuvöllum og tilvonandi nemendur fyrsta bekkjar á næsta skólaári komu í heimsókn til okkar í liðinni viku.
Lesa meira

Óbyggðirnar kalla - sveitaferð fjórða bekkjar

Nemendur fjórða bekkjar fóru í sveitaferð í vikunni. Ferðin er fastur liður í starfinu með vísan í aðalnámskrá grunnskóla um að nemendur átti sig á að þeir séu hluti af stærra samfélagi og geti sett sig inn í málefni nærsamfélagsins.
Lesa meira