Fréttir

Efnahvarfið og eldgos

Nemendur tíunda bekkjar hafa undanfarið verið að læra efnafræði. Þau hafa kynnt sér lotukerfið, eignleika efna og hvernig mismunandi frumefni tengjast og mynda ný efni. Til að tengja fræðin við verklega kennslu bjuggu þau til eigin eldfjall. Nemendum var skipt í hópa, föndruðu fjallaðið með flösku í miðju fjallsins og blönduðu saman matarsóda, ediki og matarlit. Við það gýs, það myndast gas og vökvi gusast upp úr fjallinu.
Lesa meira

Heimsókn frá skólaþingi Alþingis

Á Skólaþingi Alþingis fara grunnskólanemendur í hlutverk þingmanna. Unnið er með ákveðin málefni sem leidd eru til lykta með starfsháttum og verkferlum Alþingis. Þannig er ætlunin að veita innsýn í sambandið milli atburða í samfélaginu, skoðanamyndunar, pólitískra ákvarðana og starfa Alþingis og sýna áhrif almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og hagsmunaaðila á löggjafarstarfið. Nemendur eiga að komast að lýðræðislegri niðurstöðu með því að hlusta á og meta rök og álit annarra og skiptast á skoðunum.
Lesa meira

Blásið í lungu

Nemendur níunda bekkjar hafa undanfarið fjallað um mannslíkamann í náttúrugreinum. Umfjöllun og námið hefst á blóðrásarkerfinu. Að því loknu er farið í öndunarfærin; hvernig lungu flytja súrefni um allan líkamann og koltvísýring út. Til að rýna betur í málið og kafa dýpra í viðfangsefnið var blásið í lungu.
Lesa meira

Skák & mát

Skák er bæði spennandi og skemmtileg. Hún er hugræn áskorun sem þjálfar hugann í að hugsa fyrirfram, áætla og leysa verkefni. Hún stuðlar að þroska sjálfstjórnar og sálræns þols. Skákin hefur félagsleg gildi þar sem keppt er við andstæðinginn með kunnáttu og reynslu, allt frá byrjanda til meistara.
Lesa meira

Verkefni Borgarhólsskóli um málörvun og læsi tilnefnt til íslensku menntaverðlaunanna

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir árið 2025. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.
Lesa meira

Flygildi að gjöf

Loftmyndir og myndbönd af himni gefa aðra og nýja sýn á tilveruna. Nýlega gaf fyrirtækið Gentle Giants skólanum dróna til afnota. Tækið mun nýtast vel til að sýna frá starfi skólans á meira lifandi og fjölbreyttari hátt.
Lesa meira

Að kryfja hjarta og skilja blóðrásakerfið

Nemendur níunda bekkjar hafa undanfarið lært um blóðrásakerfi. Eftir fræðilega innlögn og lestur er mikilvægt að kanna hlutina með verklegum æfingum. Nemendur fengu að skoða svínahjörtu og skoða hvernig það er uppbyggt. Nemendur áttu að greina gáttir og hvolf, hvernig hjartalokur virka og öðlast þannig betri skilning á starfsemi hjartans.
Lesa meira

JÁ í Norðurþingi og Borgó

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eiga allir skólar að fylgja ákveðinni uppeldisstefnu. Jákvæður agi er fyrir öll, jafnt börn sem fullorðna og getur nýst afar vel í öllum mannlegum samskiptum. Frá því að ákveðið var að taka upp stefnuna árið 2011 hefur starfsfólk tvívegis farið erlendis til að læra og leggja rækt við stefnuna sem gengur út á að móta skólabrag sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.
Lesa meira

Endurmenntun starfsfólks

Starfsfólk Borgarhólsskóla og leikskólans Grænuvalla sækja reglulega sameiginleg námskeið til að efla samstarf og miðla þekkingu milli skólastiga. Þessi námskeið skapa tækifæri til að deila reynslu, læra nýjar kennsluaðferðir og styrkja tengsl leik- og grunnskóla. Slíkt samstarf stuðlar að faglegri þróun kennara, eykur sköpunargleði í kennslu og jákvæðu lærdómsumhverfi fyrir bæði nemendur og starfsfólk.
Lesa meira

Staðan í Svakalegu lestrarkeppninni

Undanfarin haust hafa skólar hafið lestrarátök sem tengist gjarnan fyrsta lesfimiprófinu sem allir nemendur á landsvísu þreyta. Skólinn tekur nú þátt í lestrarkeppni grunnskólanna sem er ætlað nemendum fyrsta til sjöunda bekkjar og stendur yfir frá fimmtánda september og fimmtánda október. Keppnin ber nafni Svakalega lestrarkeppnin.
Lesa meira