Fréttir

Öskudagur í dag

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 14. febrúar.
Lesa meira

Gýs upp áhugi

Það gýs enn á Reykjanesi. Í morgun opnaðist um þriggja kílómetra gossprunga austur af Svartsengi þar sem landris hefur mælst tæpur sentimetri á sólarhring undanfarna daga. Nemendur sjötta bekkjar fengu nýlega fræðsluerindi um eldsumbrotin á Reykjanesi, bæði söguleg og það sem er að gerast þessa stundina. Auk þess almennt um jarðfræði, jarðskjálfta og eldsumbrot.
Lesa meira

Útivera og ferskt loftið

Hreyfing hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Mjög mikilvægt er að við förum út og hreyfum okkur. Það er manneskjum eðlislægt að vera úti og njóta útivistar, anda að sér fersku og súrefnisríku lofti, það hreinsar hugann.
Lesa meira

Fyrsta fréttabréf Foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags skólans svar haldinn nýlega. Eitt af því sem var rætt á fundinum og í stjórn að auka enn frekar sýnileika félagsins. Félagið hefur gefið út sitt fyrsta fréttabréf. Þar má finna upplýsingar um félagið og hvert hlutverk foreldrafélaga er í starfsemi grunnskóla. Enda foreldrar sterkustu bandamenn skólanna.
Lesa meira

Lestrarátak þrjú og heimilin með

Lestur er málræn aðgerð sem byggir á samspili margra þátta sem eru nauðsynlegir til að túlka og skilja ritmál. Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu æviárum barnsins. Því betri málþroska sem barn hefur, því betur er það í stakk búið til að takast á við lestrarnám. Foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna gegna því mikilvæga hlutverki að undirbúa ung börn undir líf og starf í veröld sem gerir ráð fyrir því að flestir þjóðfélagsþegnar séu læsir og skrifandi.
Lesa meira

Litlu jól og jólafrí

Litlu jólin eru notaleg hefð í mörgum grunnskólum landsins. Í upphafi dags komu allir nemendur skólans saman á söngsal. Nemendur spiluðu, gæddu sér á smákökum, hlýddu á jólasögu og hittu jólasveinana úr Dimmuborgum sem sprelluðu með nemendum á Sal og kringum jólatré skólans. Staðbundin jólahljómsveit Tónlistarskóla Húsavíkur lék fyrir dansi.
Lesa meira

Við styrkjum Velferðarsjóð Þingeyinga

Undanfarin ár höfum við nemendur og starfsfólk Borgarhólsskóla látið gott af okkur leiða og látið fé rakna til góðgerðarmála. Í stað þess að nemendur og starfsfólk skiptist á gjöfum á Litlu jólum fær hver nemandi afhent umslag til að fara með heim og setja í það pening. Það er hverjum og einum frjálst hversu há upphæð fer í umslagið kjósi viðkomandi að styrkja málefnið. Stjórnendur skólans völdu að framlag skólans renni í Velferðarsjóð Þingeyinga, bæði nemenda og starfsfólks. Skólinn afhendir Velferðarsjóðnum nú 179.599 kr. frá nemendum og starfsfólki sem nýtist vonandi vel yfir hátíðirnar.
Lesa meira

Skylduvalgreinar til vors

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira

Að bjarga gjafalista jólasveinsins

Að leysa vandann – að komast út úr herberginu. Svokölluð Escape-herbergi hafa notið mikilla vinsælda víð um heim. Að opna eldmóðinn af því að læra. Breakout Edu svipar til "escape" leikja. Nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa með því að ráða fram úr vísbendingum í sameiningu og ná að opna kassann áður en tíminn rennur út.
Lesa meira

Jólakortagerð á Safnahúsinu

Það eru mikil tækifæri fólgin í samstarfi við Safnahúsið á Húsavík og Menningarmiðstöð Þingeyinga. Safnið hefur sýnt mikið framkvæði að samstarfi sem við þökkum fyrir. Nemendur annars bekkjar var boðið nýlega í jólakortaföndur. Heimsóknin heppnaðist vel og nemendur nutu sín, bæði við jólakortagerð og í barnahorninu að föndri loknu.
Lesa meira