- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Þegar nemendur læra um heimabyggðina sína getur það hjálpað einstaklingum skilja menningarlega og sögulega samhengið sem þeir eru hluti af. Þekking á heimabyggð getur styrkt tengsl fólks við samfélagið sitt og aukið skilning þess á því hvernig það hefur þróast yfir tíma. Einnig getur það aukið virðingu og umhyggju fyrir nærumhverfinu og stuðlað að virkari þátttöku í samfélaginu. Auk þess getur þekking á heimabyggðinni auðveldað samskipti og samstarf við aðra í samfélaginu og stuðlað að samheldni og samkennd.
Nemendur í öðrum bekk hafa undanfarið kannað sögu heimabyggðarinnar frá landnámi. Í vikunni föndruðu nemendur ýmsar byggingar á Húsavík sem setja svip sinn á bæinn. Síðan var farið í vettvangsrannsóknarferð og svipast um eftir þeim byggingum og heimabyggðin könnuð. Þau hús og byggingar nefndu voru m.a. Húsavíkurkirkja, Húsavíkurviti, Bali og Kvíabekkur, Norðlenska og sundlaugin.
Í námskánni er kveðið á um að nemendur geti í lok fjórða bekkjar sagt frá einkennum og sögu heimabyggðar sinnar og tengslum við önnur svæði á Íslandi. Sömuleiðis að segja frá völdum þáttum og tímabilum heimabyggðarinnar.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |