Alþjóðlegi tungumáladagurinn

Í dag fagnar UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna alþjóðalega tungumáladeginum. Til¬gangurinn er að stuðla að fjölbreytni í tungumálum, menningu og fjöltyngi. Aukin vitundarvakning hefur orðið um allan heim um hve mikilvæg tungumál séu til að þróa sjálfbær samfélög. Menningarlegur fjölbreytileiki er nauðsynlegur sem og samstarf til að öll hafi aðgang að góðri menntun.
Lesa meira

Túnsláttur í kvöld

Í kvöld fór fram Túnsláttur, söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Túns, í Salnum í Borgarhólsskóla. Sex atriði háðu keppni en vinningsatriðið verður framlag Túns í Samfestingnum, söngkeppni félagsmiðstöðva sem fer fram í maí í Laugardalshöll. Keppendur léku á gítar í eigin atriði, flutt var frumsamið lag og mögulega er nýtt strákaband að verða til en hópur drengja flutti lagið Eins og þú sem er framlag Ágústar Þórs í Eurovision næstkomandi laugardagskvöld.
Lesa meira

Vinningshafi í eldvarnargetraun

Á hverju hausti fara slökkviliðsmenn sveitarfélaganna í heimsókn í leikskóla og grunnskóla landsins og fræða börnin um eldvarnir. Börn hafa reynst vera öflugir forvarnafulltrúar heimila, þar sem þau hafa gjarnan rætt eldvarnamál við foreldra og forráðamenn sína í kjölfar fræðslu frá slökkviliðum og þannig leitt til yfirferðar á brunavörnum heimilanna.
Lesa meira

Umferðaröryggi á skólalóðinni

Okkur sem skólasamfélagi er umhugað um velferð og öryggi nemenda okkar, en því miður hefur umferð á skólalóðinni verið okkur áhyggjuefni. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, samtöl, fundi og fyrri takmarkanir hefur umferð á lóðinni verið óviðunandi. Þó vissulega við gerum okkur öll ljóst að aldrei verði komist hjá allri umferð. Við höfum nú náð þeim punkti að frekari aðgerða er þörf og því hefur verið tekin ákvörðun um að herða reglur um aðgengi að skólalóðinni enn frekar.
Lesa meira

Nemendur blóta þorrann

Það er gott að halda í hefðir. Þorrablót eiga sér langa sögu á Íslandi og ánægjulegt að halda við þeim sið, læra um sögu og menningu með áherslu á mat og geymsluaðferðir á mat. Einn af föstu liðunum í skólanum er að nemendur áttunda bekkjar halda þorrablót. Hefð er fyrir því að nemendur bjóði foreldrum sínum og forráðamönnum á blótið. Vikan fyrir þorrablótið er nýtt til undirbúnings en nýlega var blótinu fagnað með pompi og prakt.
Lesa meira

Að kanna hagi ungs fólks

Hver er menntun foreldra þinna, tekur þú þátt í skipulögðu félags- og tómstundastarfi eða hversu sammála ertu eftirfarandi fullyrðingum? Borgarhólsskóli tekur þátt í rannsókn Menntavísindastofnunar HÍ sem kallast Íslenska æskulýðsrannsóknin sem er framkvæmt fyrir mennta og barnamálaráðuneyti á grundvelli æskulýðslaga. Ungt fólk er framtíð samfélagsins og því er mikilvægt að skilja þarfir þeirra og hvernig á að stuðla að þróun þeirra. Rannsóknir geta varpa ljósi á áhættur, tækifæri og þá möguleika sem eru fyrir ungt fólk í skóla, starfi og samfélaginu í heild.
Lesa meira

Læsi í landsbyggðunum

Í síðasta ári veitti barna- og menntamálaráðherra styrk í verkefni sem fólst í að efla læsi í landsbyggðunum á miðstigi. Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur, ferðast um landið til að ræða við nememdur fimmta, sjötta og sjöunda bekkjar um læsi og lesa fyrir nemendur með góðum árangri.
Lesa meira

Tækifæri í skiptinámi

Að læra nýtt tungumál, upplifa nýja menningu og þroskast sem einstaklingur. Samkvæmt Hagstofunni fara áralega um þúsund einstaklingar erlendis í skiptinám. Nemendur áttunda, níunda og tíunda fengu heimsókn frá alþjóðlegu samtökunum AFS, Alþjóðleg fræðsla og samskipti, um skiptinám hverskonar. Samtökin eru sjálfboðaliðasamtök sem stuðla að friði og tengja saman menningarheima.
Lesa meira

Hvað er lesfimiviðmið?

Menntamálastofnun hóf þróun á nýjum og samræmdum lesfimiviðmiðum fyrir 1.-10. bekk grunnskóla árið 2015, sem hluti af verkefninu Lesferill. Lesfimi felur í sér færni sem tengist leshraða, nákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri. Markmiðið með lesfimiviðmiðum er að mæla og bæta lesfimi nemenda með því að setja fram almenn viðmið sem sýna framfarir frá einum bekk til annars.
Lesa meira

Lestrarátak öðru sinni

Í næstu viku, þrettánda til sautjánda janúar ætlum við í lestrarátak öðru sinni á þessu skólaári. Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að lesa bæði heima og í vinnunni til að safna mínútum. Að lestri loknum eru mínútur skráðar.
Lesa meira