10.01.2025
Í næstu viku, þrettánda til sautjánda janúar ætlum við í lestrarátak öðru sinni á þessu skólaári. Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að lesa bæði heima og í vinnunni til að safna mínútum. Að lestri loknum eru mínútur skráðar.
Lesa meira
03.01.2025
Undanfarin ár höfum við nemendur og starfsfólk Borgarhólsskóla látið gott af okkur leiða og látið fé rakna til góðgerðarmála. Í stað þess að nemendur og starfsfólk skiptist á gjöfum á Litlu jólum fékk hver nemandi afhent umslag til að fara með heim og setja í það pening. Það er hverjum og einum frjálst hversu há upphæð fer í umslagið kjósi viðkomandi að styrkja málefnið. Stjórnendur skólans völdu að framlag skólans renni í Velferðarsjóð Þingeyinga, bæði nemenda og starfsfólks. Skólinn afhendir Velferðarsjóðnum nú 179.599 kr. frá nemendum og starfsfólki sem nýtist vonandi vel. Sjóðurinn úthlutar þrívegis á ári hverju, fyrir páska, að hausti og fyrir jól.
Lesa meira
20.12.2024
Starfsfólk Borgarhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og velunnurum skólans gleðilegra jóla. Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Njótið jólanna í faðmi fjölskyldu og vina.
Lesa meira
10.12.2024
Það er árviss viðburður í Borgarhólsskóla að nemendur sjöunda bekkjar sækja jólatréð sem prýðir Sal skólans. Það er ekki yfir langan veg að fara en tréð sem er hið myndarlegasta er sótt í skógræktina í Melnum í Húsavíkurfjalli. Nemendur fóru ásamt kennurum að sækja tréð sem starfsmaður Þjónustustöðvar Norðurþings var búinn að velja.
Lesa meira
06.12.2024
Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þann daginn, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira
05.12.2024
Umferðarfræðsla er mikilvæg af mörgum ástæðum, þar sem hún getur haft veruleg áhrif á öryggi allra sem ferðast í umferðinni. Stærðfræði getur hjálpað okkur að lýsa, mæla og skilja form og eiginleika þeirra. Form eru grundvallaratriði í stærðfræði, bæði þegar kemur að rúmfræði og öðrum sviðum og stærðfræðin býður upp á verkfæri til að skilja hvernig þessi form virka, hvernig þau tengjast hvert öðru og hvernig við getum reiknað eiginleika þeirra.
Lesa meira
04.12.2024
Nákvæmur skammtur, samspil hráefna og magn hráefna. Nemendur sjöunda bekkjar tvinnuðu saman stærðfræði og gerð matseðla enda fjöldi mögulegra samsetninga í boði.
Lesa meira
03.12.2024
Skákkennsla er frábær leið til að efla vitsmunalega hæfni, auk þess að stuðla að þolinmæði, skipulagi og ákvörðunartöku. Með því að spila skák læra nemendur að hugsa fram í tímann, íhuga fleiri en einn möguleika og þróa gagnrýna hugsun.
Lesa meira
25.11.2024
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í liðinni viku í Safnahúsinu á Húsavík. Sjö sjöundu bekkingar skólans komu saman og fluttu mál sitt fyrir gesti. Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk hófst veturinn 1996 - 1997 með þátttöku 223 barna í Hafnarfirði og á Álftanesi. Sex árum síðar voru börnin 4579 úr 151 skóla hringinn í kringum landið. Upplestrarkeppnin er ekki „keppni‟ í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af.
Lesa meira
20.11.2024
First Lego League er alþjóðleg Lego keppni sem nær til yfir 600.000 ungmenna í 110 löndum víða um heim. First Lego League eða FLL er afrakstur samstarfs milli FIRST® og LEGO® Group. Árið 1998 tóku Dean Kamen, stofnandi FIRST og Kjeld Kirk Kristiensen frá LEGO® Group saman höndum og stofnuðu FIRST LEGO keppnina, öflug keppni sem býður börnum upp á gáskafullt en innihaldsríkt nám um leið og þeim er hjálpað til að uppgötva þá skemmtun sem hafa má af vísindum og tækni. First Lego League Challenge, sem er fyrir ungmenni á aldrinum 10-16 ára, hefur verið haldin af Háskóla Íslands síðan árið 2005.
Lesa meira