24.03.2025
Nýlega fór fram Norðurorg, söngkeppni Samfés (samtök félagsmiðstöðva) á Norðurlandi. En það er söngkeppni allra félagsmiðstöðva á Norðurlandi en þær 19 talsins. Keppnin var haldin á Sauðárkróki þar sem um 500 ungmenni á Norðurlandi komu saman. Keppt var um fimm sæti sem verða fulltrúar Norðlendinga í söngkeppni Samfés á landsvísu sem hefur verið haldin síðan árið 1992. Söngkeppnin hefur verið mikilvægur viðburður í starfi Samfés allt frá því hún var haldin í fyrsta sinn. Á Söngkeppninni gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína og alla landsmenn þar sem keppninni er oftast sjónvarpað í beinni útsendingu.
Lesa meira
21.03.2025
Hreyfing hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Mjög mikilvægt er að við förum út og hreyfum okkur. Það er manneskjum eðlislægt að vera úti og njóta útivistar, anda að sér fersku og súrefnisríku lofti, það hreinsar hugann.
Lesa meira
12.03.2025
Dagur sjónlistar er í dag, gamla myndmenntin. Þessi djúpu áhrif á samfélagið og gefur margvíslega innsýn, skapar tilfinningar og örvar hugsun. Sömuleiðis að þjálfa okkur að sjá veröldina frá öðru sjónarhorni. Sjónlistardagurinn er samnærrænt verkefni sem hefur verið farið í síðan árið 2015.
Lesa meira
11.03.2025
Að vinna með tilfinningar með börnum hefur langtímaáhrif á vellíðan þeirra og samfélagið til lengri tíma. Með því að veita börnum stuðning við að skilja og stjórna tilfinningar sínar stuðlum við að heilbrigðum þroska bæði félagslega og tilfinningalega. Að bregðast við þrýstingi, fást við kröfur og leysa ýmis viðfangsefni.
Lesa meira
21.02.2025
Í dag fagnar UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna alþjóðalega tungumáladeginum. Til¬gangurinn er að stuðla að fjölbreytni í tungumálum, menningu og fjöltyngi. Aukin vitundarvakning hefur orðið um allan heim um hve mikilvæg tungumál séu til að þróa sjálfbær samfélög. Menningarlegur fjölbreytileiki er nauðsynlegur sem og samstarf til að öll hafi aðgang að góðri menntun.
Lesa meira
19.02.2025
Í kvöld fór fram Túnsláttur, söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Túns, í Salnum í Borgarhólsskóla. Sex atriði háðu keppni en vinningsatriðið verður framlag Túns í Samfestingnum, söngkeppni félagsmiðstöðva sem fer fram í maí í Laugardalshöll. Keppendur léku á gítar í eigin atriði, flutt var frumsamið lag og mögulega er nýtt strákaband að verða til en hópur drengja flutti lagið Eins og þú sem er framlag Ágústar Þórs í Eurovision næstkomandi laugardagskvöld.
Lesa meira
18.02.2025
Á hverju hausti fara slökkviliðsmenn sveitarfélaganna í heimsókn í leikskóla og grunnskóla landsins og fræða börnin um eldvarnir. Börn hafa reynst vera öflugir forvarnafulltrúar heimila, þar sem þau hafa gjarnan rætt eldvarnamál við foreldra og forráðamenn sína í kjölfar fræðslu frá slökkviliðum og þannig leitt til yfirferðar á brunavörnum heimilanna.
Lesa meira
14.02.2025
Okkur sem skólasamfélagi er umhugað um velferð og öryggi nemenda okkar, en því miður hefur umferð á skólalóðinni verið okkur áhyggjuefni. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, samtöl, fundi og fyrri takmarkanir hefur umferð á lóðinni verið óviðunandi. Þó vissulega við gerum okkur öll ljóst að aldrei verði komist hjá allri umferð. Við höfum nú náð þeim punkti að frekari aðgerða er þörf og því hefur verið tekin ákvörðun um að herða reglur um aðgengi að skólalóðinni enn frekar.
Lesa meira
13.02.2025
Það er gott að halda í hefðir. Þorrablót eiga sér langa sögu á Íslandi og ánægjulegt að halda við þeim sið, læra um sögu og menningu með áherslu á mat og geymsluaðferðir á mat. Einn af föstu liðunum í skólanum er að nemendur áttunda bekkjar halda þorrablót. Hefð er fyrir því að nemendur bjóði foreldrum sínum og forráðamönnum á blótið. Vikan fyrir þorrablótið er nýtt til undirbúnings en nýlega var blótinu fagnað með pompi og prakt.
Lesa meira
05.02.2025
Hver er menntun foreldra þinna, tekur þú þátt í skipulögðu félags- og tómstundastarfi eða hversu sammála ertu eftirfarandi fullyrðingum? Borgarhólsskóli tekur þátt í rannsókn Menntavísindastofnunar HÍ sem kallast Íslenska æskulýðsrannsóknin sem er framkvæmt fyrir mennta og barnamálaráðuneyti á grundvelli æskulýðslaga. Ungt fólk er framtíð samfélagsins og því er mikilvægt að skilja þarfir þeirra og hvernig á að stuðla að þróun þeirra. Rannsóknir geta varpa ljósi á áhættur, tækifæri og þá möguleika sem eru fyrir ungt fólk í skóla, starfi og samfélaginu í heild.
Lesa meira