Útivist og afslöppun

Hreyfing hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Mjög mikilvægt er að við förum út og hreyfum okkur. Það er manneskjum eðlislægt að vera úti og njóta útivistar, anda að sér fersku og súrefnisríku lofti, það hreinsar hugann.

Útivistardagur, hvar við eflum líkama og sál er merktur inn á skóladagatal og er uppbrotsdagur. Við bíðum alltaf færis og grípum tækifæri þegar vel viðrar og hentar. Við gripum daginn í gær. Yngstu nemendum bauðst að ganga upp að Sjóböðum borða þar hollt og gott nesti áður en farið var ofan í til að slaka á í boði skólans. Nemendur nutu vel og skemmtu sér. Eldri nemendum bauðst að fara á skíði og leik í snjónum upp á skíðasvæðinu við Reyðaráhnjúk.