15.12.2023
Að leysa vandann – að komast út úr herberginu. Svokölluð Escape-herbergi hafa notið mikilla vinsælda víð um heim. Að opna eldmóðinn af því að læra. Breakout Edu svipar til "escape" leikja. Nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa með því að ráða fram úr vísbendingum í sameiningu og ná að opna kassann áður en tíminn rennur út.
Lesa meira
15.12.2023
Það eru mikil tækifæri fólgin í samstarfi við Safnahúsið á Húsavík og Menningarmiðstöð Þingeyinga. Safnið hefur sýnt mikið framkvæði að samstarfi sem við þökkum fyrir. Nemendur annars bekkjar var boðið nýlega í jólakortaföndur. Heimsóknin heppnaðist vel og nemendur nutu sín, bæði við jólakortagerð og í barnahorninu að föndri loknu.
Lesa meira
13.12.2023
Á aðalfundi foreldrafélags skólans var kjörin ný stjórn. Hún hefur skipt með sér verkum og er þannig skipuð að Guðmundur Friðbjarnarson er formaður, Hildur Eva Guðmundsdóttir, varaformaður, Kristinn Jóhann Lund, gjaldkeri, Rakel Dögg Hafliðadóttir, ritari og Berglind Júlíusdóttir og Hrefna Regína Gunnarsdóttir með stjórnendur.
Lesa meira
13.12.2023
Fyrir nokkur var haldinn dagur iðjuþjálfa. Hlutverk iðjuþjálfa er að efla iðju, þátttöku, heilsu og velferð einstaklinga á öllum aldri. Skjólstæðingshópur iðjuþjálfa samanstendur af einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að taka fullan þátt í daglegum athöfnum en iðjuþjálfar greina hvað veldur iðjuvanda með því að skoða samspil einstaklings, iðju og umhverfis.
Lesa meira
08.12.2023
Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þennan dag, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er jafnframt öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira
01.12.2023
Það er árviss viðburður í Borgarhólsskóla að nemendur sjöunda bekkjar sækja jólatré skólans sem prýðir Sal skólans. Það er ekki yfir langan veg að fara en tréð sem er hið myndarlegasta er sótt í skógræktina í Melnum í Húsavíkurfjalli. Nemendur fóru ásamt kennurum að sækja tréð sem starfsmaður Þjónustustöðvar Norðurþings var búinn að velja.
Lesa meira
27.11.2023
Nýlega fór söngkeppnin Tónkvísl fram á Laugum en þar etja kappi bæði grunn- og framhaldsskólanemar í söng. Í grunnskólakeppninni sigraði Íris Alma Kristjánsdóttir en hún er nemandi í tíunda bekk skólans. Hún flutti lagið Anyone eftir Demi Lovato. Íris hefur lagt nám við söng og hefur sömuleiðis áhuga á dansi og leiklist.
Lesa meira
22.11.2023
Við vitum öll að hið stafræna umhverfi er í stöðugri þróun og netnotkun verður sífellt stærri hluti af lífi barna og unglinga. Samhliða aukinni netnotkun eykst mikilvægi þess að allir læri á umferðareglur netsins og hvernig eigi að skilja og greina það sem þar fer fram.
Lesa meira
22.11.2023
Nemendur í öðrum bekk voru með salarskemmtun í dag. Á dagskrá var leikrit byggt á bókinni Flökkusaga eftir Láru Garðarsdóttur en nemendur hafa verið að vinna með hana að undanförnu. Sýningin er afurð lotuvinnu nemenda, einskonar lokahnykkur á Byrjendalæsisvinnu þar sem innihald og texta sögunnar lá til grundvallar.
Lesa meira
21.11.2023
Sterkustu bandamenn skóla eru foreldrar. Aðalfundur foreldrafélags skólans fór fram í gær. Stjórn félagins kynnti starfsemi þess, rætt var um leiðir til að efla foreldrasamfélagið og leiðir til að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Foreldrar fengu kynningu á niðurstöðum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Í kjölfarið voru umræður um þær.
Lesa meira