- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Grunnskólum ber að kanna lesfimiviðmið nemenda. Í upphafi skólárs, um miðbik þess og í lok hvers skólaárs. Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri. Fjölmargar rannsóknir sýna að sterk tengsl eru milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimi nemenda eflist lesskilningur jafnframt.
Lesfimiviðmið eru einskonar vörður sem settar eru þannig fram að þær sýna stíganda í lesfimi frá einum bekk til annars. Þetta eru almenn viðmið um færni nemenda í lesfimi sem gegna því hlutverki að setja upp markmið fyrir nemendur í hverjum árgangi þannig að þeir verði undirbúnir fyrir þær kröfur sem þeir munu þurfa að mæta á næstu stigum náms. Lesfimi er mæld sem rétt lesin orð á mínútu. Þegar lesfimiviðmiðum er náð þarf samt sem áður að þjálfa lestur áfram upp allan grunnskólann til að viðhalda góðri lesfimi.
Markmið með setningu lesfimiviðmiða, ásamt væntanlegum viðmiðum um lesskilning og ritun, er að stuðla að bættu læsi barna og ungmenna í íslensku skólakerfi. Viðmið um læsi barna eru verkfæri fyrir nemendur, kennara og foreldra til að fylgjast með framförum, styðja við læsi og auka þannig líkurnar á því að sem flestir geti aflað sér menntunar í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi.
Eftir niðurstöður lesfimi í september var ákveðið að fara í lestrarátak. Eitt markmið var að nemendur læsu fleiri orð og mínútur heima við. Við teljum að það hafi skilað góðum árangri og samstarfi heimilis og skóla. Því er ástæða til að þakka foreldrum gott samstarf og hvetja þá til að sinna áfram heimalestri. Almennt sýna nemendur bestu lesfimina um miðbik skólaársins en við stefnum að enn meiri bætingu í lok skólaárs.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |