- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Rithöfundurinn, handknattleiksmaðurinn og þjálfarinn Bjarni Fritzson heimsótti skólann í vikunni. Hann er menntaður í sálfræði og rekur sjálfstyrkingarfyrirtækið Út fyrir kassann. Bjarni hefur hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar um Orra óstöðvandi og eru bæði leikrit og kvikmynd í kortunum. Heimsókn hans er liður í aukinni áherslu á lestur og lestrarmenningu. Við þökkum foreldrafélagi skólans og Kvenfélagi Húsavíkur fyrir samstarfið í þessu verkefni.
Bjarni hitti alla nemendur skólans. Hjá yngri nemendum fjallaði hann um bækurnar sínar og las upp úr þeim fyrir hópinn. Margar af sögunum hans eru byggðar á sönnum atburðum. Hann ræddi um mikilvægi lesturs og mikilvægi þess að vera dugleg að æfa sig í viðfangsefnum sínum til að ná meiri árangri.
Bjarni ræddi við unglingana um mikilvægi þess að trúa á sjálf sig og halda áfram þó maður geri mistök. Mistök eru oft upphaf góðra hluta. Hann ræddi um jákvæða og neikvæða sjálfsmynd, að öll þurfum við að hafa gildi og þekkja okkur sjálf.
Það er reglulega ánægjulegt að segja frá því að um hundrað foreldrar og gestir hlýddu á fyrirlestur Bjarna um að hlutverk foreldra í að efla barnið sitt. Foreldrar eru fyrirmyndir, alltaf – ekki bara í orði heldur líka gjörðum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |