- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur níunda bekkjar tóku þátt í starfamessa sem fór fram á Akureyri í liðinni viku. Markmið messunnar er að kynna fyrir tilvonandi og núverandi framhaldsskólanemum hvað þeim stendur til boða þegar kemur að störfum meðal norðlenskra fyrirtækja, eftir nám með áherslu í verk-, tækni- og iðngreinum.
Ferðin tókst afar vel og voru krakkarnir mjög áhugasamir um messuna. Þeir voru ófeimnir að kynna sér hin ólíku störf, spyrja spurninga hjá hinum ólíku starfsgreinum og prófa það sem í boði var.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |