- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Elstu nemendur skólans fara á örnámskeið í ólíkum greinum og sviðum tilverunnar. Nemendur á endurnýtingarnámskeiði hafa gefið gömlum flíkum og hlutum nýtt líf undir handleiðslu Þóru Katrínar Þórsdóttur.
Einn nemandi tók málin í eigin hendur og skoraði á kennarann sinn. Inga Björg Brynúlfsdóttir nemandi í áttunda bekk litaði gamlan bol Þóru Katrínar gegn því að hún myndi ganga í honum. Sá bolur hafði dagað uppi inn í fataskáp með stóran sósublett á bringunni. Inga Björg og litaði bolinn með tie-dye aðferðinni og nú er hægt að ganga um í honum án vísbendinga um gamlar máltíðir.
Hér getiði séð hvernig hægt er að fá þetta mynstur https://www.youtube.com/watch?v=OF4-w4ZIkYc
Gömlum sokkum hefur verið breytt í bangsa, hettupeysur orðið að teppi og bolir að taupokum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |