15.05.2023
Árlega hafa nemendur níunda bekkjar skólans farið í skólabúðir Ungmennafélags Íslands, áður að Laugum í Sælingsdal og síðustu ár við Laugarvatn. Nýlega var þeim búðum lokað vegna mygluvandamála og þurfti að fella þá ferð niður að þessu sinni. Kennarar og nemendur níunda bekkjar tóku málin í eigin hendur og skipulögðu ferð til að verja tíma saman, gleðjast og vinna saman.
Lesa meira
15.05.2023
Í lögum um umboðsmann barna er kveðið á um að haldið verði annað hvert ár þing um málefni barna. Umboðsmaður barna boðar til þingsins og kynnir niðurstöður og ályktanir þess fyrir ríkisstjórn. Barnaþing skapar reglubundinn vettvang fyrir börn til þess að láta skoðanir sínar í ljós og gefur stjórnvöldum tækifæri á að fylgja hugmyndum þeirra eftir og koma tillögum þeirra í framkvæmd.
Lesa meira
08.05.2023
Einn besti inniklifurveggur landsins er í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Frá því að á Hjalteyri var byggð stærsta síldarverksmiðja Evrópu árið 1937 hefur hlutverk þess húsnæðis tekið miklum breytingum. Þar er nú stórt sýningarrými fyrir listsýningar og aðra viðburði, köfunarskóli og það nýjasta, kraftlyftinga og klifuraðstaða.
Lesa meira
29.04.2023
Nemendur tíunda bekkjar frumsýndu söngleikinn High School Musical í gær. Hreindís Ylva Garðarsdóttir á íslenska þýðingu. Sem fyrr var leikstjórn í höndum Karenar Erludóttur en hún hefur tekið að sér leikstjórn hjá mörgum árgöngum skólans. Við kunnum henni bestu þakkir fyrir frábæra vinnu og gott samstarf.
Lesa meira
28.04.2023
Árlega koma fulltrúar slökkviliðs og eldvarnareftirlits í heimsókn í þriðja bekk og fræða nemendur um eldvarnir. Krakkarnir taka þátt í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðsmanna. Í aðdraganda jóla fara fulltrúar slökkviliða í heimsóknir í skóla með fræðsluerindi er varðar málaflokkinn.
Lesa meira
28.04.2023
Yngstu nemendur skólans fara á sundnámskeið í loks hvers skólaárs. Þá fer sundkennsla fram í námskeiðsformi. Nemendur fyrsta bekkjar eru á námskeiði þessa dagana. Það hefur kosti í för með sér að framkvæma kennsluna í námskeiðsformi.
Lesa meira
27.04.2023
Lokakeppni Fiðrings fór fram síðastliðinn þriðjudag í Hofi á Akureyri. Lið Borgarhólsskóla komast áfram í úrslitakvöldið. Nemendur sömdu sitt eigið atriði og hafa æft af kappi alla vorönnina. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og lýðræðisleg vinnubrögð, hugmyndin og útfærslan kemur frá nemendum sjálfum. Einnig sér hópurinn alfarið um listræna útfærslu hvað varðar búninga, leikmynd, sviðhreyfingar, tæknilega atriði, ljós og hljóð. Atriði Borgarhólsskóla uppfyllti allt þetta og meira til. Atriðið var stórglæsilegt og við erum ákaflega stolt af krökkunum okkar.
Lesa meira
26.04.2023
Skólahreysti hefur verið haldið síðan árið 2005. Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir eru frumkvöðlar að keppninni sem snýst um alhliða íþróttaupplifun byggð á almennri íþróttakennslu. Um er að ræða heilbrigða keppni milli skóla landsins þar sem bæði einstaklingsframtakið og liðsheildin skipta máli.
Lesa meira
21.04.2023
Fiðringur á Norðurlandi er hæfileikakeppni grunnskólanna að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Þetta er í annað skipti sem Fiðringur fer fram og í ár tóku tólf skólar þátt af Norðurlandi. Haldnir voru tvær undankeppnir og síðasta vetrardag var Borgarhólsskóli með atriði í seinni undankeppninni. Atriðið okkar komast áfram í lokahátíð sem verður haldin í Hofi n.k. þriðjudagskvöld.
Lesa meira
21.04.2023
Nemendur & starfsfólk Borgarhólsskóla óska öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Í gær var sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Lesa meira