07.11.2022
Skólinn okkar er ansi stór bygging. Í honum nema og starfa um 380 einstaklingar. Á honum eru fimmtán útgangar. Það er mikilvægt að nemendur og starfsfólk æfi viðbrögð við hvers konar vá. Nýlega var haldin brunaæfing og rýmingaráætlun virkjuð í samstarfi við Slökkvilið Norðurþings.
Lesa meira
07.11.2022
Skólinn tekur venju samkvæmt þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það markar gjarnan upphaf jólanna í skólanum. Það eru KFUM og KFUK samtökin sem halda utan um verkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Lesa meira
28.10.2022
Ketill flatnefur hét maður son Bjarnar bunu. Hann var hersir ríkur í Noregi og kynstór. Hann bjó í Raumsdal í Raumsdælafylki. Það er milli Sunnmærar og Norðmærar. Þannig hefst Laxdæla saga. Sagan segir frá landnámi Auðar (Unnar) djúpúðgu í Dalasýslu, fólki sem með henni kom og afkomendum þeirra, sem margir bjuggu í Laxárdal og dregur sagan nafn af því. Helstu persónur sögunnar eru Guðrún Ósvífursdóttir og frændurnir og fóstbræðurnir Kjartan Ólafsson og Bolli Þorleiksson og hvernig mál þróuðust með slíkum hætti að Bolli sveik Kjartan og gerðist síðar banamaður hans.
Lesa meira
28.10.2022
Áhrif mannfólksins á umhverfið eru óumdeilanleg þótt þekking til að mynda á dreifingu mengunar og áhrifum hennar á lífverur sé langt því frá fullkomin. Umhverfisvandamál eru heldur ekki ný af nálinni en strax í iðnbyltingunni í Bretlandi, undir lok 18. aldar voru stræti stórborganna breikkuð svo gustaði betur um og minna bæri á menguninni.
Lesa meira
28.10.2022
Í Borgarhólsskóla er um 6% nemenda sem eru af pólskum uppruna þar sem annað eða báðir foreldrar eru frá Póllandi. Á síðasta ári hafði pólska sendiráðið frumkvæði að því að þeim nemendum skólans bauðst pólskukennsla á skólatíma. Fyrir skömmu kom pólski sendiherrann í heimsókn ásamt pólskukennara frá Akureyri.
Lesa meira
25.10.2022
Fyrir nokkru fékk hver nemandi í áttunda, níunda og tíunda bekk chromebook fartölvu afhenta til að nota við nám sitt. Tölvur hafa á undanförnum árum sannað gildi sitt í skólastarfi og mestu jákvæðu áhrifin verða þegar hver nemandi hefur sitt eigið tæki. Með því að nota tölvu í námi er vonast til að nemandi hafi meira val um hvernig hann vinnur verkefni og að námið verði skemmtilegra og fjölbreyttara og að hann geti lært á þann hátt sem hentar honum best.
Lesa meira
19.10.2022
Í upphafi skólaárs var stofnað læsisteymi við skólann sem hefur það að markmiði að hvetja til lesturs og vekja áhuga á bókum og lestri. Í októbermánuði var ákveðið að efna til lestrarátaks sem tengist Hrekkjavöku og Veturnóttum. Foreldrar eru hvattir til að gefa sér gæðastundir til lesturs með börnum sínum nú sem endranær. Slökkvilið Norðurþings gaf skólanum lítil vasaljós til að nota við vasaljósalestur.
Lesa meira
17.10.2022
Blakíþróttinni hefur vaxið ásmegin á Húsavík. U17 ára landslið Íslands í bæði karla- og kvennaflokki keppa á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku. Sjö af 25 leikmönnum liðanna koma úr Völsungi og þar af tveir núverandi nemendur skólans, þeir Aron Bjarki Kristjánsson og Hörður Mar Jónsson.
Lesa meira
14.10.2022
Unga fólkið stendur sig víða vel. Nemendur skólans hafa farið á úrtaks- og landsliðsæfingar og valin til að keppa fyrir land og þjóð. Alekss Kotlevs, nemandi í níunda bekk hefur iðkað knattspyrnu með Völsungi í mörg ár. Hann var valinn í U15 hóp fyrir UEFA Development Tournament. U15 landsliðið hefur keppt tvo leiki og sigraði Lúxemborg í gær en síðasti leikur liðsins fer fram á sunnudag gegn Slóveníu en mótið fer fram þar.
Lesa meira
11.10.2022
Undanfarin ár hafa nokkrar ömmur og afar komið reglulega í heimsókn í skólann ýmist til að lesa fyrir nemendur eða hlýða á lestur nemenda. Við tölum um lestrarvini skólans. „Þetta er sjálfboðaliðastarf og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir“, segir Þórgunnur skólastjóri og bætir við að þetta sé aukin þjónusta við nemendur.
Lesa meira