Skylduvalgreinar til vors

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans. Tilgangurinn með valfrelsi nemenda á unglingsstigi er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra, kennara og námsráðgjafa. Val í námi skal miða að skipulegum undirbúningi fyrir nám í framhaldsskóla og taka mið af undirbúningi fyrir bóknám, starfsmenntun, list- og tækninám.
Lesa meira

Jólaskap á jólasöngsal

Í morgun var opni jólasöngsalurinn í skólanum. Öllum nemendum býðst að koma og syngja jólalögin sem og gestum og gangandi. Við þökkum þeim sem komu að syngja með okkur kærlega fyrir komuna. Sérstaklega nemendum af leikskólanum Grænuvöllum sem kíktu í heimsókn á jólasöngsal. Nemendur tóku vel undir í söng og hægt að komast í jólaskapið undir ljúfum jólatónum.
Lesa meira

Aðventubocciamót skólans

Nemendur sjötta og sjöunda bekkjar tóku þátt í aðventubocciamóti í dag. Mótið er nú haldið í annað sinn. Þátttaka var mjög góð og var keppt í þremur riðlum. Markmiðið með mótinu er að skapa ánægjulega samveru og gleðistundir. Allir keppendur fengu þátttöku verðlaun sem var hin glæsilegasta bollakaka. Starfsfólk Íþróttahallinnar aðstoðuðu við dómgæslu. Vonandi er mótið hluti af komutíma jóla og fastur liður í skólastarfinu fyrir jól.
Lesa meira

Heimsókn frá Slökkviliði Norðurþings

Nemendur þriðja bekkjar fengu nýlega góða heimsókn frá Eldvarnareftirliti og Slökkviliði Norðurþings. Þeir Henning Aðalmundsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri og Rúnar Traustason, varðstjóri voru með fræðsluerindi um eldvarnir. Fyrir jól er fólk hvatt til að skipta um batterí í reykskynjurum, huga að kertaskreytingum o.fl.
Lesa meira

Venjulegur Verkstæðisdagur

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þann daginn, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira

Piparkökuhúsakeppni

Fyrir jól er hefðbundið skólastarf gjarnan með fjölbreyttari hætti. Sköpunarþrá á sér rætur í meðfæddri forvitni, athafnaþrá og stuðlar að frumkvæði einstaklingsins. Sköpunargleði leiðir til námsáhuga þegar börn og ungmenni skynja merkingu viðfangsefnanna og gildi þeirra.
Lesa meira

Birgitta, Lára og Ljónsi

Fyrir hver jóla hafa rithöfundar gert víðreist og heimsótt skóla. Birgitta Haukdal hitti yngstu nemendur skólans í dag og leit við á söngsal. Sömuleiðis heimótti hún leikskólann Grænuvelli og hitti nemendur þar. Birgitta spjallaði við nemendur og gaf þeim bakpoka.
Lesa meira

Könglar frá Safnahúsinu í Safnahúsið

Samstaf við Menningarmiðstöð Þingeyinga hefur aukist mikið að undanförnu og þökkum við kærlega fyrir það. Í garðinum kringum Safnahúsið á Húsavík fellur til talsvert af könglum. Nemendum fyrsta bekkjar var boðið að skreyta könglana í skólanum og heimsækja síðan safnið. Nemendur tóku vel í það og mættu með skreytta könglana sína á Safnahúsið í dag.
Lesa meira

Lífið er of stutt fyrir eitthvað rugl

Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Á Forvarnardaginn ræða nemendur um nýjustu niðurstöður rannsókna á þeirra aldurshóp og hugmyndir sínar um samveru, íþrótta- og tómstundastarf og því að leyfa heilanum að þroskast og hvaða áhrif þessir verndandi þættir hafa á líf þeirra.
Lesa meira

Kristján Ingi Smárason vann til bronsverðlauna á Íslandsmóti ungmenna

Kristján Ingi Smárason varð í þriðja sæti á Íslandsmóti ungmenna í skák (U-14) sem lauk nú síðdegis í Garðabæ. Frábær árangur hjá Kristjáni Inga sem fékk 4,5 vinninga af 7 mögulegum.
Lesa meira