27.05.2022
Skák eða tafl er borðspil þar sem tveir leikmenn spila 32 leikmönnum á borði sem skiptist í 64 reiti. Uppruni skákarinnar er ekki ljós, en líklegast þykir að saga hennar hefjist í Kína. Nútímaútgáfa skákarinnar er komin fram á 15. öld.
Lesa meira
23.05.2022
Drengir í níunda bekk fóru í heimsókn í Háskólann á Akureyri í dag en tilgangur heimsóknarinnar var að kynna hjúkrunarfræðinám fyrir drengjum. Verkefnið er samvinnuverkefni Jafnréttisnefndar Landspítala, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Tilgangurinn er að kynna fjölbreytt starf hjúkrunarfræðinga með lifandi, raunhæfum og skemmtilegum hætti.
Lesa meira
20.05.2022
Það er ánægjulegt að sjá nemendur mæta á hjóli í skólann. Flest allir nemendur bera hjálm sem er sömuleiðis gleðilegt. Við viljum beina þeim tilmælum til foreldra að eiga samtal heima fyrir um að virða eigur annarra, s.s. hjól og hlaupahjól sem standa fyrir utan skólann. Sérstaklega að ræða hversu hættulegt það er að losa skrúfur og losa um dekk og annað í þeim dúr. Slík atvik hafa þegar komið upp.
Lesa meira
19.05.2022
Fyrir nokkru frumsýndu nemendur tíunda bekkjar leikritið Grease í leikstjórn Karenar Erludóttur. Uppsetning á leiksýningu er liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag. Sýningin hlaut afar góða dóma og sýnt var fyrir fullum sal á öllum sýningum. Krakkana langaði til að hafa aukasýningu enda mikil eftirspurn.
Lesa meira
16.05.2022
Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2022 og 2023 liggur fyrir og öllum aðgengilegt. Við hvetjum fólk til að kynna sér dagatalið. Skólaár nemenda hefst 22. ágúst 2022 og lýkur 3. júní 2023.
Lesa meira
05.05.2022
Skólahreysti hefur verið haldið síðan árið 2005. Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir eru frumkvöðlar að keppninni sem snýst um alhliða íþróttaupplifun byggð á almennri íþróttakennslu. Um er að ræða heilbrigða keppni milli skóla landsins þar sem bæði einstaklingsframtakið og liðsheildin skipta máli.
Lesa meira
28.04.2022
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í gær í Þórsveri á Þórshöfn. Níu sjöundubekkingar af skólasvæðinu komu saman og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Lesa meira
25.04.2022
Haustið 2022 verður innritun í framhaldsskóla með nokkuð breyttu sniði miðað við fyrri ár. Fallið hefur verið frá því að hafa sérstakt forinnritunartímabil, en lengja þess í stað tímabil innritunar nýnema nokkuð, eða í 6 vikur.
Lesa meira
21.04.2022
Nemendur & starfsfólk Borgarhólsskóla óska öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Lesa meira
11.04.2022
Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem var í vorferð í lok hvers skólaárs. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.
Lesa meira