Ummál, rúmmál og mælingar

Stærðfræðin hefur frá því sögur hófust verið mikilvægur hluti menningarinnar. Verkefni stærðfræðinnar eru að finna, skapa, tjá og útskýra hvers kyns regluleika, lögmál, kerfi og mynstur. Hún er þannig ein af mikilvægum leiðum mannsins til að skapa merkingu og skilja náttúru og samfélag.
Lesa meira

Auðlindanýting og loftslagsbreytingar - keyra minna

Loftslagsbreytingar og auðlindanýting eru hugtök sem hafa mikil áhrif á kennslu samtímans. Í hæfniviðmiðum aðalnámskrá grunnskóla í náttúrufræði er meðal annars fjallað um að nemandi geti lýst dæmum af áhrifum af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð og á Íslandi, sagt frá hugsanlegri þróun í framtíðinni. Sömuleiðis að geta gert grein fyrir notkun manna á auðlindum og dregið ályktanir af tilgangi flokkunar úrgangs.
Lesa meira

"Góðan daginn, faggi"

Leikhópurinn Stertabenda, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, sýndi leikritið "Góðan daginn, faggi" í Gamla Samkomuhúsinu. Öllum nemendum í 9. og 10. bekk skólans og nærsveita Húsavíkur var boðið að sjá sýninguna án endurgjalds.
Lesa meira

Vinahálsmen

Heimspekingurinn Aristóteles taldi að einhugur og sameiginlegt gildismat væri forsenda vináttunnar og raunar undirstaða réttláts samfélags því „vinátta virðist halda saman borgríkjum“. Fornmenn skildu reyndar vináttuhugtakið í mun víðara skilningi en við gerum. Aftur á móti taldi heimspekingurinn Epikúros að vinátta væri á endanum ánægjuvinátta af því að hún byggði á ánægjunni sem af henni hlytist.
Lesa meira

Fjölbreytt stærðfræði í skólabyrjun

Stærðfræðikennsla hjá unglingunum hefur verið með fjölbreyttu sniði í upphafi skólaárs. Við höfum notað þetta góða haust enda besta sumar það sem af er ári. Nemendur í áttunda bekk voru að læra um hringi og hyrninga og nemendur níunda bekkjar að læra um talnamengi.
Lesa meira

Elísabet drottning - móðir og þjóðhöfðingi

Hundruð þúsunda voru saman komin í miðborg London í dag þegar Elizabeth II englandsdrottning var jarðsungin í Westminister dómkirkjunni. Forseti Íslands hafði á orði að stundin hafi verið hátíðleg en hann var fulltrúi íslensku þjóðarinnar á útförinni en um 500 erlendir þjóðarleiðtogar og fyrirmenni voru viðstödd athöfnina en um tvö þúsund einstaklingar voru þar samankomin. Athöfnin væri ekki hvað síst söguleg enda hefur Elizabeth ríkt sem drottning Bretlands síðan árið 1952.
Lesa meira

Pólski sendiherrann í heimsókn

Um 8% íbúa Íslands eru frá Póllandi. Í Borgarhólsskóla er um 6% nemenda sem eru af pólskum uppruna þar sem annað eða báðir foreldrar eru frá Póllandi. Á síðasta ári hafði pólska sendiráðið frumkvæði að því að nemendum skólans bauðst pólskukennsla á skólatíma. Borgarhólsskóli hefur hug á að viðhalda því verkefni og tryggja nemendum pólskukennslu í samstarfi við kennara frá Akureyri.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru - ganga og útivist

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið allt umlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar. Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Þeir sem nýta sér samfélagsmiðla í tengslum við daginn eru minntir á myllumerkin #íslensknáttúra og #DÍN.
Lesa meira

Í minningu Herdísar

Á efri hæð skólabókasafnsins er búið að koma upp notalegum stað til opna góða bók og lesa - í minningu Herdísar Sigurðardóttur. Hún var kennari við skólann þegar hún lést. Foreldrar samnemenda drengjanna hennar sem eru í nemendur skólans, vildu minnast Dísu eins og hún var alltaf kölluð. Ákveðið var að koma upp þægilegum stað fyrir bæði nemendur og starfsfólk til að setjast niður og njóta lesturs góðra bóka.
Lesa meira

Takk fyrir komuna – alþjóðadagur læsis

Í dag er alþjóðadagur læsis. Skólinn var opinn foreldrum, öfum, ömmum, gestum og gangandi og voru margir sem kíktu í heimsókn með góða bók eða dagblað til að glugga í. Markmiðið var að glæða áhuga á lestri og stuðla að meiri lestrarmenningu meðal nemenda og skólasamfélagsins um leið. Gestir spjölluðu við nemendur, tefldu og lásu með nemendum.
Lesa meira