- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Ketill flatnefur hét maður son Bjarnar bunu. Hann var hersir ríkur í Noregi og kynstór. Hann bjó í Raumsdal í Raumsdælafylki. Það er milli Sunnmærar og Norðmærar. Þannig hefst Laxdæla saga. Sagan segir frá landnámi Auðar (Unnar) djúpúðgu í Dalasýslu, fólki sem með henni kom og afkomendum þeirra, sem margir bjuggu í Laxárdal og dregur sagan nafn af því. Helstu persónur sögunnar eru Guðrún Ósvífursdóttir og frændurnir og fóstbræðurnir Kjartan Ólafsson og Bolli Þorleiksson og hvernig mál þróuðust með slíkum hætti að Bolli sveik Kjartan og gerðist síðar banamaður hans.
Allir nemendur á unglingastigi fóru í gegnum Laxdælu og unnu verkefni upp úr sögunni. Kennarar leiklásu fyrir nemendur með tilþrifum og nemendur lásu sömuleiðis sjálfir. Markmiðið er að kynna Íslendingasögurnar fyrir nemendum og að þessu sinni var notast við Laxdælu. Þegar lestri sögunnar var lokið tók við þriggja vikna verkefnavinna með fjölbreyttum verkefnum. Nemendur unnu verkefni í samstarfi við Fab-Lab og Tónlistarskólann.
Sjá verkefnalýsingu í lotu 2 í #BlandíBorgófyrir fyrir nemendur HÉR.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |