16.05.2022
Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2022 og 2023 liggur fyrir og öllum aðgengilegt. Við hvetjum fólk til að kynna sér dagatalið. Skólaár nemenda hefst 22. ágúst 2022 og lýkur 3. júní 2023.
Lesa meira
05.05.2022
Skólahreysti hefur verið haldið síðan árið 2005. Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir eru frumkvöðlar að keppninni sem snýst um alhliða íþróttaupplifun byggð á almennri íþróttakennslu. Um er að ræða heilbrigða keppni milli skóla landsins þar sem bæði einstaklingsframtakið og liðsheildin skipta máli.
Lesa meira
28.04.2022
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í gær í Þórsveri á Þórshöfn. Níu sjöundubekkingar af skólasvæðinu komu saman og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Lesa meira
25.04.2022
Haustið 2022 verður innritun í framhaldsskóla með nokkuð breyttu sniði miðað við fyrri ár. Fallið hefur verið frá því að hafa sérstakt forinnritunartímabil, en lengja þess í stað tímabil innritunar nýnema nokkuð, eða í 6 vikur.
Lesa meira
21.04.2022
Nemendur & starfsfólk Borgarhólsskóla óska öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Lesa meira
11.04.2022
Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem var í vorferð í lok hvers skólaárs. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.
Lesa meira
11.04.2022
Nemendur og starfsfólk héldu sæl og sátt inn í páskafríið. Við óskum lesendum gleðilegra páska og vonum að allir eigi ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Kennsla heldur áfram þriðjudaginn 19. apríl næstkomandi.
Lesa meira
07.04.2022
Nýlega fór söngkeppnin Tónkvísl fram á Laugum en þar etja kappi bæði grunn- og framhaldsskólanemar í söng. Í grunnskólakeppninni sigraði Hjördís Inga Garðarsdóttir en hún er nemandi í 9. bekk skólans. Hún flutti lagið The climb sem Miley Cyrus flytur af samnefndri plötu. Við óskum Hjördísi Ingu til hamingju en hún æfir sömuleiðis á píanó og iðkar söngnám við Tónlistarskóla Húsavíkur.
Lesa meira
06.04.2022
Samtal heimilis og skóla er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Þar hittast foreldrar, nemandi og kennari og ræða stöðu nemandans. Það er ljóst að mæður mæta einar í meirihluta samtala samkvæmt skráningu nú í vetur. Í tæplega helming viðtala mæta foreldrar saman, feður mæta einir í einu af hverju tíu viðtölum og mæður einar í 42% tilfella. Mæður mæta í 90% samtala og feður í 48% þeirra.
Lesa meira
06.04.2022
Það er löng hef fyrir skólasamkomu í Borgarhólsskóla. Nemendur koma fram, setja upp leikrit, syngja, dansa eða leika á hljóðfæri. Á því er engin undantekning að þessu sinni. Nemendur sjöunda bekkjar hafa undanfarið unnið að uppsetningu á leikritinu Sagan af bláa hnettinum í leikstjórn Arnþórs Þórsteinssonar. Ágóði af skólasamkomu rennur í ferðasjóð sjöunda bekkjar hverju sinni. Nemendur fimmta, þriðja og fyrsta bekkjar flytja sömuleiðis atriði á samkomunni.
Lesa meira