Veirunni að ljúka sem faraldri

Samkvæmt tölum hafa um 153 þúsund Íslendingar fengið covid-19 sjúkdóminn. Talið er að enn fleiri hafi smitast af veirunni. Samfélagið hefur tekið miklum breytingum, ekki síst félagslega hvar hegðun okkar hefur breyst varðandi ýmislegt. Auk þess hafa ýmsar takmarkanir sett hversdaglegu lífi skorður. Öllum takmörkunum hefur nú verið aflétt en ástæða til að sýna ábyrgð og halda í margt sem við lærðum eins og persónulegar sóttvarnir með handþvotti og spritti sem og að sinna hverskonar skjávinnu í bland við að hitta fólk.
Lesa meira

Heimsmynd norrænna manna

Fyrir jólahátíðina í desember síðastliðnum unnu nemendur fjórða og fimmta bekkjar verkefni tengd kristinni trú. Fjallað var um sköpunina samkvæmt henni, gerð tímalína og rætt um helstu hátíðir og siði. Fyrir skömmu voru sömu nemendur að fást við heimsmynd norrænna manna fyrr á öldum. Nemendur bættu ásatrú inn á kristnu tímalínuna og sköpun heimsins samkvæmt þeirri trú.
Lesa meira

Öskudagur í dag

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á þriðja mars sem er í seinna lagi.
Lesa meira

Kófið í dag

Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur haft mikil áhrif á skólastarf. Nemendur, starfsfólk og foreldrar hafa sýnt þrautseigju í skólastarfinu enda flest verið öðruvísi undanfarin tvö ár. Í dag er staðan svo að vantar rúmlega hundrað nemendur í skólann og 19 starfsmenn af ýmsum ástæðum. Nemendur skólans eru 298 og starfsmenn eru 65. Auk þess vantar þrjá starfsmenn í Frístund. Skólahald tekur mið af þessu. Stundum fellur kennsla niður og nemendur fara fyrr heim úr skólanum. Nú gildir lausnamiðun og æðruleysi.
Lesa meira

Minecraft hönnunarmót

Minecraft er tölvuleikur eftir Markus Persson sem gengur út á að byggja mannvirki úr kubbum í þrívíðri veröld. Minecraft er sandkassaleikur eða opinn leikheimur þar sem það er ekkert sérstakt markmið sem spilari á að stefna að en þó er innbyggt í leikinn hvatakerfi. Kjarni leiksins gengur út að að brjóta og staðsetja blokkir. Leikjaheimurinn er byggður úr grófum 3D hlutum, aðallega kubbum sem eru sett í saman á grind með mynstrum og tákna eiga mismunandi efni svo sem mold, steina, járn, demanta, vatn og trjáboli. Minecraft hefur verið notað sem verkfæri í námi það sem nemendur byggja eigin þrívíddarheima.
Lesa meira

Helgi skoðar heiminn í Borgarhólsskóla

Heimurinn er stór. Hann er stærri en allt túnið. Hann er svo stór að það tekur næstum heilan dag að skoða hann allan. Það er svo margt að sjá; lækjargilið, fuglabjargið, álfatjörnin, áin, fjallið, hraunið og ótal margt fleira. Bókin Helgi skoðar heiminn eftir Njörð P. Njarðvík kom fyrst út árið 1976. Halldór Pétursson myndskreytti bókina sem er ein ástsælasta barnabók sín tíma. Bókin var endurútgefin síðast árið 2014. Fáar íslenskar barnabækur hafa notið meiri hylli og á hún enn erindi við æsku landsins.
Lesa meira

Kynsegin eða hinsegin veruleiki

Fólk er allskonar. Veruleiki barna er annar en fullorðinna hvort sem litið er á samfélagsgerð, samfélagsmiðla eða tækni. Tíðarandinn breytist með hverri kynslóð og sú eldri þarf á hverjum tíma að fást við eigin fordóma. Norm er það sem samfélagið hverju sinni skilgreinir sem venjulegt eða dæmigert. Gagnkynhneigð er innan normsins á meðan aðrar kynhneigðir eru utan þess.
Lesa meira

Læsisstóladans eða stoppbókadansinn

Læsi verður til á löngum tíma. Lagður er grunnur að því á fyrstu árum ævinnar eða strax við máltöku. Góð lestrarkennsla er aðeins möguleg ef lestrarkennarinn býr yfir góðri þekkingu á undirstöðuþáttum lestrar og nýtir gagnreyndar aðferðir við kennslu. Í skólanum er starfandi læsisteymi sem miðlar færni sinni bæði til starfsfólks og nemenda.
Lesa meira

Líf og fjör í sundkennslu

Sundkennsla hefur verið til umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. En hún hefur oft verið það fag sem hefur átt á brattan að sækja og ekki verið efst á vinsældarlista nemenda. Það á hinsvegar ekki við hjá nemendum Borgarhólsskóla. Nemendur eru upp til hópa jákvæðir og duglegir og allir reyna synda eftir bestu getu. Nemendur læra að bjarga sér og öðrum og ná að tileinka sér helstu grunnatriðin í sundaðferðunum.
Lesa meira

Aflétting og sóttvarnir

Á miðnætti í kvöld taka rýmri sóttvarnartakmarkanir gildi samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda. Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns. Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra. Áfram er grímuskylda sem tekur mið af nándarreglunni. Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á.
Lesa meira