22.10.2021
Nemendur sjötta bekkjar skrifuðu sveitarfélaginu bréf í samstarfi við kennarana sína þar sem vænst er úrbóta á skólalóð skólans. Lítil uppbygging í afþreyingu hefur átt sér stað í nokkur ár á lóðinni. Krakkarnir nefna það í bréfinu að þegar þeir fara í önnur bæjarfélög til að keppa í íþróttum eins og á Akureyri, Blönduósi, Dalvík og Sauðárkróki leiki þeir sér á skólalóðum viðkomandi skóla. Þeir birtu nokkrar myndir af öðrum skólalóðum og létu fylgja bréfinu. Auk þess nefna þeir nokkrar hugmyndir eins og körfuboltavöll, trampólín á jörðinni, kastala með rennibraut, aparólu og fleiri rólur.
Lesa meira
20.10.2021
U17 ára landslið Íslands í bæði karla- og kvennaflokki kepptu á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku sem lauk í dag. Níu af 24 leikmönnum liðanna koma úr Völsungi og þar af tveir núverandi nemendur skólans. Tvö ár eru liðin síðan keppnin fór fram síðast og ríkti mikil spenna fyrir keppnishaldinu. Stúlkurnar náðu gullinu og við óskum þeim til hamingju. Við erum stolt af okkar fólki og óskum þeim alls hins besta.
Lesa meira
15.10.2021
Undanfarin ár höfum við skráð þátttöku foreldra og aðstandenda í samtali heimilis og skóla eftir kyni. Konur mæta einar í viðtal í 46% tilfella. Saman mæta foreldrar í 46% tilfella og 8% feður einir. Það er breyting frá því í síðasta samtali þegar mæður mættu einar í 41% tilfella. Það fækkar lítillega feðrum sem mæta einir og sömuleiðis að foreldrar mæti saman í viðtal.
Lesa meira
12.10.2021
Alþjóðlegi forvarnardagurinn var haldinn síðastliðinn miðvikudag, 6. október. Þá var skólinn lokaður og bæði nemendur og starfsfólk heima við, í ákveðnu forvarnarskyni. En í tilefni dagsins þá ákvað björgunarsveitin Garðar á Húsavík að gefa öllum börnum endurskinsmerki. Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg.
Lesa meira
10.10.2021
Hefðbundið skólahald hefst á morgun, mánudaginn 11. október. Margir nemendur og nokkrir starfsmenn þurftu að fara í sóttkví. Þá var nokkuð um smit innan skólans. Með lokun skólans liðna viku er talið að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari smit. Ekki greindust frekari smit um helgina. Við þökkum kærlega þá samvinnu sem hefur einkennt þessa viku til að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Starfsemi skólamötuneytis og Frístundar verður með eðlilegum hætti.
Lesa meira
05.10.2021
Skólahald hefur verið fellt niður þessa vikuna. Vonast er til að skólastarf geti hafist næstkomandi mánudag, 11. október, með eðlilegum hætti. Þetta er gert í ljósi ástandsins í samfélaginu er varðar heimsfaraldur covid-19 og sóttkvíar hjá stórum hópi starfsfólks. Sömuleiðis er Frístund lokuð.
Lesa meira
03.10.2021
Enginn skóli á morgun né þriðjudag.
No school tomorrow and Tuesday.
Poniedziałek nie ma szkoły i we wtorek też nie ma szkoły
Lesa meira
02.10.2021
Það eru staðfest covid smit meðal nemenda Borgarhólsskóla. Nemendur og starfsfólk viðkomandi teyma fara í sóttkví samkvæmt fyrirmælum frá smitrakningarteymi almannavarna. Við óskum eftir að allir hugi vel að persónulegum sóttvörnum næstu daga. Nemendur komi ekki í skólann hafi þeir einhver af eftirtöldum einkennum: hiti, hósti, kvefeinkenni, hálsbólga, slappleiki, þreyta, höfuðverkur, bein-/vöðvaverkir, skyndileg breyting á lyktar- eða bragðskyni, kviðverkir og niðurgangur.
Lesa meira
28.09.2021
Skólinn sótti um í Yrkjusjóði en Yrkja er sjóður æskunnar til ræktunar landsins sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Skógræktarfélag Íslands heldur utan um sjóðinn. Skólinn sótti um í sjóðinn síðast fyrir meira en áratug en það er vilji til að koma upp skólaskógi í nágrenni skólans. Svæðið austur af Grundarhól við Strandberg varð fyrir valinu en þangað er stutta að fara.
Lesa meira
17.09.2021
Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Markmið göngudagsins falla vel að grunnþáttum menntunar í heilbrigði og velferð en þar er lögð áhersla á að leiðbeina nemendum um að temja sér heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi. Markvisst hreyfiuppeldi leggur grunn að líkamlegri, andlegri og félagslegri færni nemenda.
Lesa meira