- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Alþjóðlegi forvarnardagurinn var haldinn síðastliðinn miðvikudag, 6. október. Þá var skólinn lokaður og bæði nemendur og starfsfólk heima við, í ákveðnu forvarnarskyni. En í tilefni dagsins þá ákvað björgunarsveitin Garðar á Húsavík að gefa öllum nemendum endurskinsmerki. Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg.
Sólin lækkar á lofti og í morgun var birting kl. 7:04 og sólris kl. 7:56 á Húsavík. Sólarlag er kl. 17:55 í dag og myrkur skollið á kl. 18:45. Við hvetjum nemendur og vegfarendur almennt til að vera sýnilega í umferðinni. Um leið þökkum við björgunarsveitinni fyrir gjöfina.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |