- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur sjötta bekkjar skrifuðu sveitarfélaginu bréf í samstarfi við kennarana sína þar sem vænst er úrbóta á skólalóð skólans. Lítil uppbygging í afþreyingu hefur átt sér stað í nokkur ár á lóðinni. Krakkarnir nefna það í bréfinu að þegar þeir fara í önnur bæjarfélög til að keppa í íþróttum eins og á Akureyri, Blönduósi, Dalvík og Sauðárkróki leiki þeir sér á skólalóðum viðkomandi skóla. Þeir birtu nokkrar myndir af öðrum skólalóðum og létu fylgja bréfinu. Auk þess nefna þeir nokkrar hugmyndir eins og körfuboltavöll, trampólín á jörðinni, kastala með rennibraut, aparólu og fleiri rólur.
Krakkarnir fóru ásamt kennurum sínum og afhentu staðgengli sveitarstjóra bréfið í fundarsal Norðurþings.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |