23.02.2021
Frá og með 24. febrúar verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum. Regla um nándarmörk verður 1 metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Ef ekki er hægt að virða 1 metra regluna þarf að bera grímu. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins.
Lesa meira
17.02.2021
Í vikunni fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Tíu nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans.
Það eru Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn sem standa fyrir keppninni á landsvísu en umsjón með verkefninu er í höndum skólaskrifstofa í hverju héraði.
Lesa meira
12.02.2021
Nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa að undanförnu verið að vinna mjög fjölbreytt og skemmtilegt verkefni þar sem margar námsgreinar voru samþættar og unnið með fjölmörg hæfniviðmið úr aðalnámskrá grunnskóla. Þau eru til dæmis að vinna með sérhljóða og samhljóða, taka þátt í samræðu og samstarfi í jafningjahópi, hafa kynnst helstu dýrategundum sem finna má á Íslandi og muninum á villtum dýrum, húsdýrum og gæludýrum ásamt því að kynnast muninum á náttúru og manngerðu umhverfi.
Lesa meira
12.02.2021
Hvað er mælikvarði á skólastarf? Verkefnið Skólapúlsinn mælir viðhorf skólasamfélagsins til skóla ár hvert. Það er mikilvægt að útvega skólastjórnendum og sveitarfélaginu áreiðanleg, langtímamiðuð, samanburðarhæf og aðgengileg gögn um mikilvæga þætti í skólastarfinu. Í því felst að leggja spurningalista fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk.
Lesa meira
11.02.2021
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var haldinn í liðinni viku. Hann er haldinn árlega víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna á neti og til að hvetja til góðra samskipta á neti. Á Íslandi er hann skipulagður af SAFT. SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi.
Lesa meira
09.02.2021
Nemendur fimmta til og með tíunda bekk tóku í dag þátt í rannsókn á vegum Rannsóknar og greiningar – Ungt fólk 2021. Rannsóknirnar Ungt fólk eru þýðisrannsóknir en í því felst að þær eru ekki byggðar á hefðbundnum úrtökum heldur er reynt að ná til sem flestra í úrtaksrammanum innan þýðisins. Niðurstöður þessara kannana eru því mjög áreiðanlegar, hvort sem litið er til tiltekinna landssvæða eða mismunandi hópa.
Lesa meira
04.02.2021
Það er stutt að fara til að komast í góða skíðabrekku. Veður þessa vikuna hefur verið stillt og fallegt. Því buðum við nemendum fjórða til og með tíunda bekk að fara á skíði í Reyðarárhnjúk eða Höskuldsvatnshnjúk auk þess að fara í göngutúr frá skólanum og renna sér í Neðri-Skálamel. Við fengum Fjallasýn til að aka með nemendur upp á skíðasvæði sem leið lág meðfram Kötlubrúnum, upp á Grásteinsheiði og Grjóthálsinn þar sem útsýnið var ægifagurt enda víðsýnt.
Lesa meira
21.01.2021
Verkefnið List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum.
Lesa meira
19.01.2021
Sjálfstraust er eins og nafnið gefur til kynna það traust sem við berum til okkar sjálfra til að leysa það vel af hendi sem fyrir liggur. Segja má að traustið byggist á því áliti sem við höfum á okkur sjálfum sem manneskjum. Sjálfstraustið tengist því á því hvernig við tölum við okkur sjálf. Þótt það hljómi kannski skrítið þá erum við að tala við okkur sjálf alla daga þ.e.a.s. gerum athugasemdir í huganum við það sem við segjum og gerum. Þetta kallast sjálfvirk hugsun og við verðum yfirleitt lítið vör við hana vegna þess að við erum svo vön henni. Líkt og reyndir bílstjórar taka varla eftir þegar þeir skipta um gír, þeir eru orðnir svo vanir því.
Lesa meira
04.01.2021
Í upphaf árs tók ný reglugerð um starf í grunnskólum gildi. Kennsla hefst á morgun samkvæmt upphaflegri stundaskrá. Nemendur fyrsta til og með fimmta bekkjar ganga venju samkvæmt inn að austan, gengt framhaldsskólanum og nemendur sjötta til og með tíunda bekkjar að vestan frá Borgarhóli.
Lesa meira