Skóladagatal næsta skólaárs

Skólaárinu 2020-2021 fer senn að ljúka. Fjölskylduráð Norðurþings hefur staðfest tillögu að skóladagatali næsta skólaárs. Tillagan var sömuleiðis tekin fyrir í skólaráði og samþykkt. Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2021 - 2022 liggur fyrir og öllum aðgengilegt.

Skólastarf hefst þriðjudaginn 24. ágúst. Í lok september fer fram samtal heimilis & skóla og skipulagsdagur í upphafi október. Við förum í vetrarfrí í upphafi nóvember. Litlu-jólin verða 17. desember og er jólafríið lengra en oft áður. Nemendur mæta aftur í skólann 4. janúar árið 2022. Já, tvöþúsundtuttuguogtvö. Í lok febrúar eru skipulagsdagur og samtal heimilis & skóla. Í annarri viku mars förum við í vetrarfrí og tökum skipulagsdag í kjölfarið. Páskar eru á hefðbundnum tíma en páskaleyfi 2022 hefst 8. apríl. Skólaslit eru svo 3. júní sem er síðasti dagur nemenda í skólanum.

 

 

Við hvetjum fólk til að kynna sér dagatalið sem má finna í góðri upplausn með því að smella á myndina.