04.04.2021
Ný reglugerð um skólahald gildir til 15. apríl næstkomandi. Nemendur grunnskóla eru undanþegnir bæði grímuskyldu og nálægðartakmörkunum. Hámarksfjöldi í rými er 50 en heimilt að gera undantekningar í sameiginlegum rýmum s.s. í anddyri og mötuneyti.
Lesa meira
26.03.2021
Við óskum lesendum gleðilegra páska og vonum að allir eigi ánægjulegar stundir heima við. Hömlur um skólastarf í grunnskólum gildir til 31. mars. Við munum upplýsa skólasamfélagið um framhald skólahalds þegar mynd er komin á framhaldið.
Þeir eru margir málshættirnir og HÉR má finna upplýsingar um málshætti og skemmtileg verkefni þeim tengd, eins og Dropinn holar ekki steininn með valdi heldur með því að falla stöðugt.
Lesa meira
25.03.2021
Söngsalir eru skemmtilegur hluti af skólastarfinu. Það að koma fram á sal á sér langa sögu í Borgarhólsskóla hvort sem er um nemendaskemmtanir að ræða eða til að syngja. Yngri nemendur skólans hafa undirbúið salarskemmtanir ásamt kennurum sínum hvort sem er lestur ljóða, söngur, leikþættir eða annað fleira skemmtilegt. Nemendur í tónlistarnámi hafa komið fram enda hæg heimatökin með Tónlistarskóla Húsavíkur hér innanhúss.
Lesa meira
24.03.2021
Í dag tilkynntu stjórnvöld nýjar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Nýjar sóttvarnarreglur fyrir almenning munu gilda fyrir næstu þrjár vikur um leið og nýjar reglur um skólastarf gilda til 31. mars næstkomandi.
Lesa meira
12.03.2021
Nemendur sjötta og sjöunda bekkjar annarsvegar og hinsvegar áttunda bekkjar fengu fræðslu í vikunni frá verkefninu Fokk me-Fokk you sem fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.
Lesa meira
10.03.2021
Í upphafi nýs skólaárs 2006 tók mötuneyti til starfa við Borgarhólsskóla. Það var þá staðsett á Hótel Húsavík sem er við hlið skólans. Með viðbyggingu við skólann 2013 hófst rekstur skólamötuneytis þar sem nemendur matast í gamla íþróttasalnum sem er sömuleiðis menningarsalur. Árið 1995 var sett í grunnskólalög að nemendur skyldu eiga kost á máltíð á skólatíma.
Lesa meira
10.03.2021
Nemendur tíunda bekkjar ljúka senn skyldunámi. Að því tilefni hafa þeir fengið kynningu á hverskonar framhaldsnámi kjósi þeir að halda áfram námi. Það er að mörgu að hyggja og mikilvægt að hver og einn velji það nám sem honum hentar. Námsráðgjafi hefur stutt nemendur og veitt þeim aðstoð. Nýlega fengu nemendur afhentan veflykil sem þeir nota til að skrá sig í framhaldsnám.
Lesa meira
08.03.2021
Það er vor í lofti. Þá birtast nemendur og starfsfólk gjarnan á reiðhjóli þegar mætt er til vinnu. Reiðhjól eru lögum samkvæmt skilgreind sem ökutæki og því gilda í grundvallaratriðum sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla. Þó er sú undantekning á að hjóla má á gangstéttum og gangstígum en hjólreiðamaður skal þar víkja fyrir gangandi vegfarendum og sýna þeim fulla tillitsemi. Börn yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.
Lesa meira
08.03.2021
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram síðastliðinn föstudag í Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn og Öxarfjarðarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Lesa meira
24.02.2021
Síðastliðinn sunnudag fagnaði UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna alþjóðalega tungumáladeginum. Tilgangurinn er að stuðla að fjölbreytni í tungumálum, menningu og fjöltyngi. Í tilkynningu frá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi segir að aukin vitundarvakning hafi orðið um allan heim um hve mikilvæg tungumál séu til að þróa sjálfbær samfélög. Menningarlegur fjölbreytileiki sé nauðsynlegur sem og samstarf til að allir hafi aðgang að góðri menntun.
Lesa meira