- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur sjöunda bekkjar frumsýna Skilaboðaskjóðuna á skólasamkomu skólans í dag. Það er löng hefð fyrir skólasamkomu en þar koma nemendur fram og sýna dans, söng og ýmis atriði. Nemendur fyrsta, þriðja og fimmta bekkjar koma þar fram ásamt sjöunda bekk. Skólasamkoman er samstarfsverkefni við Tónlistarskóla Húsavíkur.
Kennarar hafa veg og vanda að samkomunni. Leikstjóri Skilaboðaskjóðunnar er Arnþór Þórssteinsson ásamt umsjónarkennurunum Guðrúnu Kristinsdóttur og Sóley Sigurðardóttur. Góða skemmtun. Ágóði samkomunnar fer í ferðasjóð sjöunda bekkjar.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |