24.09.2020
Starfsfólk skóla hugðist nýta daga í kringum vetrarfrí til námsferðar. Af henni verður ekki vegna Covid-19 faraldursins og því ákveðið að gera smávægilega breytingu á skóladagatali skólans. Breytingin felur í sér að miðvikudagurinn 28. október næstkomandi verður hefðbundinn skóladagur og föstudagurinn 23. apríl ´21 verði skipulagsdagur. Sjá nýtt skóladagatal á heimasíðu skólans.
Lesa meira
18.09.2020
Það er löng hefð fyrir því að Norðursigling bjóði nemendum skólans í siglingu um Skjálfandaflóa að haust- eða vorlagi. Nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar bauðst að fara í siglingu í dag og taka land í Flatey. Farið var á tveimur bátum, Bjössa Sör og Náttfara. Á leið vestur yfir flóa sást í hnúfubak sem hópurinn elti um stund en tók svo stímið á Flatey. Það gaf eylítið á bátinn en nemendur stóðu sig afar vel.
Lesa meira
17.09.2020
Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri eða skemmri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Í ár bar göngudaginn upp þriðjudaginn 15. september og var veður með ágætum þennan dag, þurrt, hægur vindur og sólarglenna af og til.
Lesa meira
09.09.2020
Nemendur fyrsta bekkjar fundu könguló í íþróttasalnum í gær. Þeir fönguðu hana og veiddu í box enda vakti hún nokkra athygli. Því ákváðu kennarar að rannsaka hana nánar með smásjá.
Lesa meira
08.09.2020
Á hverjum morgni tilkynna foreldrar um veikindi barna sinna sem mæta ekki í skólann þann daginn. Það hefur verið gert með því að hringja, senda tölvupóst eða með öðrum skilaboðaleiðum. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu foreldra á veikindum barna sinna í gegnum mentor.is hvort heldur sem er í tölvu eða í farsíma. Við hvetjum fólk til að nýta sér þessa leið. Athugið að foreldrar þurfa að vera innskráðir á eigin kennitölu.
Lesa meira
07.09.2020
Kennsla á yngsta stigi skólans fer fram samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis. Í Byrjendalæsi vinna kennarar eftir fyrirfram gerðum kennsluáætlunum sem ná venjulega yfir eina viku. Í upphafi lotu les kennari texta, sögu, ljóð og innihald textans er rætt. Síðan er unnið með stafi, réttritun og málfræði. Alltaf er unnið með lykilorð úr textanum en það orð stendur sem fulltrú þess sem á að kenna. Ef það á t.d. að leggja inn eða kenna stafina Aa og Ss í fyrsta bekk þá gæti bókin Asnaskóli orðið fyrir valinu og nafn bókarinnar verið lykilorðið. Oftast er byrjað á að finna orðin í orðinu og síðan er kappkostað að vinna á fjölbreyttan hátt með orðið, hljóðin og form stafanna. Samhliða þessari tæknivinnu hefst enduruppbygging . Þá semja nemendur frá eigin brjósti ýmislegt sem tengist orðaforða eða efni textans.
Lesa meira
04.09.2020
Nemendum áttunda, níunda og tíunda bekkjar býðst nú afnot af chromebook-fartölvu við vinnu sína í skólanum. Tölvur hafa á undanförnum árum sannað gildi sitt í skólastarfi og mestu jákvæðu áhrifin verða þegar hver nemandi hefur sitt eigið tæki. Með því að nota tölvu í námi er vonast til að nemandi hafi meira val um hvernig hann vinnur verkefni, að námið verði skemmtilegra og fjölbreyttara og að hann geti lært á þann hátt sem hentar honum best.
Lesa meira
25.08.2020
Með breytingu árið 2016 á grunnskólalögum síðan 2008 skal öllum börnum í yngri ágöngum grunnskóla gefinn kostur á þjónustu frístundaheimilis. Frístundaheimili er frístundavettvangur barna með áherslu á val barna, frjálsan leik og fjölbreytileika í viðfangsefnum og umhverfi. Við skipulag þjónustu frístundaheimila skal tekið mið af þörfum, þroska og áhuga hvers og eins.
Lesa meira
21.08.2020
Senn hefst skólastarf venju samkvæmt og að mörgu að hyggja. Matseðill hjá nýjum rekstraraðila liggur fyrir, hafragrauturinn á sínum stað sem og ávextirnir. Í upphafi skólaárs viljum við taka fram að vegna bráðaofnæmis nemanda fyrir hnetum biðjum við foreldra að senda börn sín alls ekki með hnetur í skólann. Við munum sömuleiðis taka tillit til þess í mötuneytinu.
Lesa meira
18.08.2020
Skólabyrjun verður með óhefðbundnum hætti þetta skólaárið. Vegna sóttvarnarráðstafana mæta nemendur án foreldra. Fyrsti skóladagur er næstkomandi mánudag, 24. ágúst. Nemendur í fyrsta, öðrum og þriðja bekk mæta í skólann kl. 8:30. Nemendur í fjórða til og með sjöunda bekk mæta í skólann kl. 9:15 og nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk mæta í skólann kl. 10:00.
Lesa meira