- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Sveitarfélagið fékk styrk úr Lýðheilsusjóði til að merkja og fegra gönguleiðina frá skólanum að Sundlaug Húsavíkur. Tómstunda- og íþróttasvið sveitarfélagsins leitaði til skólans varðandi staðsetningu; hvaða leið væri hentugust og hvar væri best að fegra leiðina. Markmiðið er að lífga upp á leiðina og gera hana skemmtilegri.
Nemendur í Námsveri skólans tóku verkefnið að sér. Þeir fóru í rannsóknarvinnu og vettvangsferðir til að kanna hvaða leið væri best og hvar væri ákjósanlegast að fegra þá leið. Nemendur könnuðu hvaða leið flestir nemendur nota til að ganga á milli skóla og sundlaugar. Niðurstöður voru settar upp á veggspjald sem tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fékk afhent með athöfn.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |