14.12.2020
Það er árviss viðburður í Borgarhólsskóla að nemendur sjöunda bekkjar sækja jólatré skólans sem prýðir Sal skólans. Það er ekki yfir langan veg að fara en tréð sem er hið myndarlegasta er sótt í skógræktina í Melnum í Húsavíkurfjalli. Nemendur fóru ásamt kennurum að sækja tréð sem umhverfisstjóri Norðurþings var búinn að velja.
Lesa meira
11.12.2020
Nemendur tíunda bekkjar fengust við verklegar tilraunir í efnafræði í morgun. Tilraunirnar og skýrsluskrif eru liður í að meta hvort nemendur geti; framkvæmt og útskýrt sérhannaðar athuganir og útskýrt eiginleika efna, efnabreytingar og hamskipti, eins og segir í aðalnámskrá grunnskóla.
Lesa meira
09.12.2020
Sóttvarnarráðstafanir yfirvalda hafa tekið ákveðnum breytingum. Reglugerð þar að lútandi er enn óstaðfest en ljóst er að grímuskylda nemenda hefur verið felld út. Nemendur þurfa því ekki að bera andslitsgrímur í skólanum.
Lesa meira
09.12.2020
Nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa verið að vinna með samsett orð. Það er mikilvægt að tengja námið við raunveruleika nemendanna. Þeir notuðu nöfn jólasveinanna sem brátt koma til byggða. Nöfnum jólasveinanna var raðað í stafrófs- og tímaröð. Nöfnum jólasveinanna var skipt upp, ruglað saman og dregið saman ólík nöfn.
Lesa meira
04.12.2020
Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti. Skólinn er allajafna opinn öllum þennan skemmtilega dag enda skipar hann stóran sess í komu jóla. Markmiðið með deginum er að efla sköpunarhæfni og gleði og styrkja um leið tengsl heimilis og skóla.
Lesa meira
04.12.2020
Í staðinn fyrir jólapúkk með smágjöfum gáfu nemendur Unicef peningagjöf í umslagi. Þegar framlag hvers og eins nemanda er sett í púkk söfnuðu þeir samtals 192.753 kr. Einhverjir ætla skila sínu umslagi í upphafi næstu viku.
Lesa meira
02.12.2020
Á hverju ári má gera ráð fyrir að Íslendingar; fólk á vinnustöðum eða nemendur í jólapúkki verji hundruðum þúsunda í smágjafir til að gefa og þiggja. Undanfarin ár hafa nemendur haldið pakkapúkk fyrir jólin og skipst á gjöfum. Gildi þessarar hefðar hefur dvínað. Við viljum engu að síður nýta kraftinn sem býr í hugtakinu, sælla er að gefa en þiggja. Sem dæmi; ef starfsfólk Borgahólsskóla heldur jólapúkk þar sem hver kemur með glaðning að upphæð 2500 krónur væri það andvirði 172.500 króna. Margt smátt gerir eitt stórt.
Lesa meira
27.11.2020
Nemendur sjötta bekkjar luku nýlega við lestur á bókinni Fólkið blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sögurnar af fólkinu í blokkinni eru sprenghlægilegar en þó um leið svo raunsannar að allir sem einhverntíma hafa búið í blokk hrópa: Einmitt svona er þetta! Lífið í blokkinni er hreint aldeilis fjölbreytilegt. Þar er að finna margar skemmtilegar og skrautlegar persónur sem lenda í ótrúlegustu atvikum.
Lesa meira
27.11.2020
Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti. Dagurinn skipar stóran sess í skólastarfi samfélagsins í aðdraganda jóla, bæði meðal nemenda og fjölskyldna þeirra. Eins hefur skólinn verið opinn gestum og gangandi.
Lesa meira
26.11.2020
Heimili og skóli, landssamtök foreldra og SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátakið um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi býður upp á áhugaverð og spennandi erindi fyrir foreldra. Í ljósi aðstæðna er dagurinn er dagurinn með öðru sniði og boðið upp á fyrirlestur á netinu. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum.
Lesa meira