- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur tíunda bekkjar fengust við verklegar tilraunir í efnafræði í morgun. Tilraunirnar og skýrsluskrif eru liður í að meta hvort nemendur geti; framkvæmt og útskýrt sérhannaðar athuganir og útskýrt eiginleika efna, efnabreytingar og hamskipti, eins og segir í aðalnámskrá grunnskóla.
Nemendur rafgreindu vatn með rafgreiningartæki og þremur 9 volta rafhlöðum. Gastegundirnar vetni og súrefni söfnuðust fyrir í tveimur litlum tilraunaglösum. Nemendur báru eld að tilraunaglösunum til að finna út hvaða lofttegund væri í hvaða glasi. Í öðru glasinu heyrðist smá sprenging, þegar vetnið brennur.
Í annarri tilraun blönduðu nemendur saman ediksýru og mjólk og létu rennu í gegnum síupappír. Prótínið í mjólkinni hleypur í kekki og verður eftir í síupappírnum. Mysulitaður vökvi rennur í gegnum pappírinn og í glas fyrir neðan. Markmiðið er að sýna fram á hversu auðvelt er að skilja efnablöndur í sundur.
Kennari framkvæmdi tvær aðrar tilraunir. Báðar til að sýna nemendum skemmtileg efnahvörf. Annars vegar var búið til fílatannkrem úr vetnisperoxíði, volgu vatni, geri og uppþvottalegi. Hins vegar var reynt að búa til eldsnák úr blöndu af sykri og matarsóda. Tilraunin gekk ekki eins vel og vonast var til þó efnahvarfið hafi farið í gang, en lítill vöxtur varð.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |