- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur sjötta bekkjar luku nýlega við lestur á bókinni Fólkið blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sögurnar af fólkinu í blokkinni eru sprenghlægilegar en þó um leið svo raunsannar að allir sem einhvern tíma hafa búið í blokk hrópa: Einmitt svona er þetta! Lífið í blokkinni er hreint aldeilis fjölbreytilegt. Þar er að finna margar skemmtilegar og skrautlegar persónur sem lenda í ótrúlegustu atvikum.
Á níundu hæð í blokk einni í höfuðborginni býr Vigga með fjölskyldu sinni. Vigga er 11 ára og við sjáum heiminn í gegnum augu hennar, enda er hún sögumaður verksins. Við kynnumst fjölskyldu hennar sem samanstendur af Óla bróður, Söru systur, Tryggva pabba og Sjólu mömmu. Á yfirborðinu er þetta ósköp venjuleg íslensk fjölskylda en þegar nánar er athugað er hún auðvitað skemmtilega brengluð eins og flestar aðrar fjölskyldur sem maður þekkir (líka manns eigin).
Lokaverkefnið var að byggja blokkina sjálfa. Nemendur unnu í litlum hópum við að innrétta íbúðirnar. Íbúarnar voru búnir til með þrívíddapennum sem eru hluti af námsgangasetti Þekkingarnets Þingeyinga. Vinnan var afar skemmtileg og úr varð glæsileg blokk.
Í aðalnámskrá grunnskóla – íslensku kemur meðal annars fram að nemandi geti; greint nokkur frásagnarform bókmennta og beitt fáeinum bókmenntafræðilegum hugtökum til að efla skilning, svo sem tíma, sjónarhorni, sögusviði og boðskap og lesið sér til ánægju og fróðleiks og gert öðrum grein fyrir þeim áhrifum sem texti hefur á hann.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |