Gleðileg jól - jólakveðja

Starfsfólk Borgarhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og íbúum öllum gleðilegra jóla. Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Vonandi njóta allir jólanna í faðmi fjölskyldu og vina. Kennsla hefst þriðjudaginn 5. jan. 2021.
Lesa meira

Piparkökuhúsakeppni

Fyrir jól er hefðbundið skólastarf gjarnan með fjölbreyttari hætti. Sköpunarþrá á sér rætur í meðfæddri forvitni, athafnaþrá og stuðlar að frumkvæði einstaklingsins. Sköpunargleði leiðir til námsáhuga þegar börn og ungmenni skynja merkingu viðfangsefnanna og gildi þeirra.
Lesa meira

Stærðfræðirafíþróttamót

Ný tækni skapar fjölbreytni og opnar á nýjar leiðir til að ná til nemenda. Með nýjum kennsluaðferðum verður til nýr áhugi og innspýting. Margir nemendur þekkja og spila tölvuleikinn eða forritið Minecraft. Leikurinn er víða notaður í kennslu. Hann getur hjálpað nemendum að læra hugtök í stærðfræði, þjálfað rökhugsun o.fl. Í leiknum skapa nemendur og þjálfast í hverskonar færni en sköpun er einn lykilþáttur í skólastarfi.
Lesa meira

Byggja legóvélmenni og forrita

Í samfélaginu á sér stað bylting – háttalagsbylting. Sú bylting fer ekki framhjá skólafólki. Byltingarvaldurinn er snjalltækið sem æði margir líta eingöngu á sem leiktæki, ekki hagræðingartæki(færi) eða verkfæri. Fyrir snjalltækjavæðingu skóla er nauðsynlegt að hugleiða hvernig tækin eiga að koma að gagni.
Lesa meira

Nemendur sóttu jólatré skólans

Það er árviss viðburður í Borgarhólsskóla að nemendur sjöunda bekkjar sækja jólatré skólans sem prýðir Sal skólans. Það er ekki yfir langan veg að fara en tréð sem er hið myndarlegasta er sótt í skógræktina í Melnum í Húsavíkurfjalli. Nemendur fóru ásamt kennurum að sækja tréð sem umhverfisstjóri Norðurþings var búinn að velja.
Lesa meira

Að skilja efnablöndur og fílatannkrem

Nemendur tíunda bekkjar fengust við verklegar tilraunir í efnafræði í morgun. Tilraunirnar og skýrsluskrif eru liður í að meta hvort nemendur geti; framkvæmt og útskýrt sérhannaðar athuganir og útskýrt eiginleika efna, efnabreytingar og hamskipti, eins og segir í aðalnámskrá grunnskóla.
Lesa meira

Breyting á sóttvarnarráðstöfunum – engin grímuskylda

Sóttvarnarráðstafanir yfirvalda hafa tekið ákveðnum breytingum. Reglugerð þar að lútandi er enn óstaðfest en ljóst er að grímuskylda nemenda hefur verið felld út. Nemendur þurfa því ekki að bera andslitsgrímur í skólanum.
Lesa meira

Samsettir jólasveinar

Nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa verið að vinna með samsett orð. Það er mikilvægt að tengja námið við raunveruleika nemendanna. Þeir notuðu nöfn jólasveinanna sem brátt koma til byggða. Nöfnum jólasveinanna var raðað í stafrófs- og tímaröð. Nöfnum jólasveinanna var skipt upp, ruglað saman og dregið saman ólík nöfn.
Lesa meira

Engu að síður Verkstæðisdagur

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti. Skólinn er allajafna opinn öllum þennan skemmtilega dag enda skipar hann stóran sess í komu jóla. Markmiðið með deginum er að efla sköpunarhæfni og gleði og styrkja um leið tengsl heimilis og skóla.
Lesa meira

Framlag nemenda til Unicef

Í staðinn fyrir jólapúkk með smágjöfum gáfu nemendur Unicef peningagjöf í umslagi. Þegar framlag hvers og eins nemanda er sett í púkk söfnuðu þeir samtals 192.753 kr. Einhverjir ætla skila sínu umslagi í upphafi næstu viku.
Lesa meira