- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram síðastliðinn föstudag í Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn og Öxarfjarðarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Í annarri umferð voru lesin ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk En í þriðju og síðustu umferð fengu lesarar val um hvaða ljóð þeir vildu flytja. Nemandi Grunnskólans á Þórshöfn flutti tónlistaratriði og Trevis Rayn, sem er nemandi í sjöunda bekk Borgarhólsskóla, flutti ljóð á móðurmáli sínu svahili.
Í fyrsta sæti var Elísabet Ingvarsdóttir úr Borgarhólsskóla, í öðru sæti var Alexandra Ósk Hermóðsdóttir úr Þingeyjarskóla og þriðja sæti skipaði Brynja Rós Brynjarsdóttir úr Borgarhólsskóla. Lesarar úr Borgarhólsskóla auk Elísabetar voru þær Aðalheiður Helga Kristjánsdóttir, Erla Þyri Brynjarsdóttir og Gunnar Marteinsson fulltrúar skólans og voru þau öll skólanum til mikils sóma.
Stóra upplestrarkeppnin er nú á 25. aldursári en samtökin Raddir hafa haft veg og vanda að þessari keppni frá upphafi. Ingibjörg Einarsdóttir, formaður samtakanna hefur árlega komið í Þingeyjarsýslu frá því að skólar hér á svæðinu hófu þátttöku í keppninni eða í rúmlega 20 ár. Sveitarfélagið færði henni gjöf að þessu tilefni, Sögu Húsavíkur og Fuglinn eftir húsvíska listamanninn Sigurjón Pálsson. En samtökin Raddir hyggjast nú hleypa barninu að heiman og taka sveitarfélögin vonandi við keppninni.
Elísabet Ingvarsdóttir
Brynja Rós Brynjarsdóttir
Aðalheiður Helga Kristjánsdóttir
Erla Þyri Brynjarsdóttir
Gunnar Marteinsson
Trevis Rayn
Vinningshafar í keppninni
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir forseti sveitarstjórnar færir Ingibjörgu Einarsdóttur gjöf frá Norðurþingi.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |