- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Frá og með 24. febrúar verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum. Regla um nándarmörk verður 1 metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Ef ekki er hægt að virða 1 metra regluna þarf að bera grímu. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins.
Þá er breyting að á öllum skólastigum öðrum en háskólastigi, verður foreldrum, aðstandendum og öðrum utanaðkomandi heimilt að koma inn í skólabyggingar, að uppfylltum reglum um sóttvarnir.
Engar fjöldatakmarkanir gilda um nemendur í leikskólum og eru þeir áfram undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og grímunotkun. Líkt og áður eru nemendur í 1. til 10. bekk undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og grímunotkun. Í tónlistarskólum gilda sömu reglur og á sambærilegum skólastigum.
Viðburðir sem tengjast félagsstarfi í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum verða heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda og nálægðartakmörkunum sem gilda á viðkomandi skólastigi.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |