07.06.2021
Nemendur skólans komu saman til að kveðja þá félaga Magnús Pétur Magnússon og Pálma Björn Jakobsson sem ganga í dag undir nöfnunum Maggi á safninu og Pálmi ritari. Þeir hafa starfað samtals við kennslu í meira en átta áratugi. Maggi hefur starfað sem bókasafnskennari síðastliðin ár og Pálmi sem skólaritari.
Lesa meira
04.06.2021
Síðustu dagar hvers skólaárs fela í sér uppbrot á hefðbundinni kennslu. Veður hefur verið gott, sól og hlýindi. Almenn menntun stuðlar á hverjum tíma að aukinni hæfni einstaklingsins til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Almenn menntun miðar að því að efla skilning einstaklingsins á eiginleikum sínum og hæfileikum og þar með hæfni til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Hún er hvort tveggja í senn einstaklingsmiðuð og samfélagsleg.
Lesa meira
03.06.2021
Nemendur tíunda bekkjar kvöddu skólann sinn í dag eftir tíu ára skólagöngu með skólaskírteini í hönd. Hver og einn heldur sína leið með eigin markmið og stefnu í lífinu. Skólinn óskar nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og velfarnaðar á lífsins leið.
Lesa meira
03.06.2021
Veður hefur verið með ágætum í lok skólaárs. Þá er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf með leikjum og samveru enda liður í því að læra. Nemendum skólans bauðst að fara í sápufroðuvatnsrennibraut í blíðskaparveðri í dag. Slökkvilið Norðurþings var mætt, Húsasmiðjan skaffaði plastið og Sundlaugin á Húsavík aðstöðu. Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag. Við látum myndirnar tala sínu máli enda gleði í hverju andliti, sólin skín og skólaárinu að ljúka.
Lesa meira
03.06.2021
Átthagafræðihugtak er sótt til fyrri tíma þar sem markmiðið er að fræða nemendur um nærumhverfi, samfélag og menningu. Það er ein undirstaða náms og þroska á ótal sviðum og tengist alls konar viðfangsefnum. Í aðalnámskrá er lögð áhersla á hlutverk og þátttöku hvers skóla í samfélagi og að finna skuli leiðir til þess að rækta og efla þau tengsl.
Lesa meira
02.06.2021
Nýlega var Silja Rún Reynisdóttir ráðin sem forvarnarfulltrúi hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglan segir að samfélagið kalli á starfsemina og var talið mikilvægt að endurvekja hana. Silja Rún hefur starfað hjá embættinu síðan 2016 en forvarnarstarfið er á ákveðnum byrjunarreit þó að lögreglan sinni ýmsum forvarnarverkefnum. Markmiðið er að auka fræðslu og forvarnir þar sem þörf er á.
Lesa meira
02.06.2021
Dönsk tunga kemur víða við, innandyra sem utan. Á góðviðrisdögum er kjörið að fara út með nemendum til að læra. Nemendur níunda bekkjar stunduðu nám sitt í dönsku utandyra í dag. Nemendum var skipt í hópa og fóru á milli fimm stöðva við ýmsa vinnu.
Lesa meira
31.05.2021
Það er ánægjulegt að sjá nemendur mæta á hjóli í skólann. Flest allir nemendur bera hjálm sem er sömuleiðis gleðilegt. Við viljum beina þeim tilmælum til foreldra að eiga samtal heima fyrir um að virða eigur annarra, s.s. hjól og hlaupahjól sem standa fyrir utan skólann. Sérstaklega að ræða hversu hættulegt það er að losa skrúfur og losa um dekk og annað í þeim dúr. Eitt slíkt atvik hefur þegar komið upp.
Lesa meira
30.05.2021
Nemendur í myndmennt unnu fjölbreytt verkefni sem tengdust uppsetningu sjöunda bekkjar á Skilaboðaskjóðunni. Verk nemenda voru til sýnis þegar gengið var inn í Salinn sem gladdi bæði unga sem aldna. Með listum getur maðurinn tjáð og dýpkað tilfinningar sínar og öðlast skilning og reynslu sem ekki verður færð í orð.
Lesa meira
28.05.2021
Árshátíð unglinganna okkar fór fram með sóma í gærkveldi í Sal skólans. Þar koma nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar saman, skemmta sér og borða góðan mat ásamt starfsfólki. Hver árgangur var með skemmtiatriði auk þess sem starfsfólk bauð upp á eitt atriði. Fyrirkomulag hátíðarinnar er í nokkuð föstum skorðum og komin venja á hana. Nemendur skipulögðu hana sjálf venju samkvæmt undir leiðsögn starfsmanns sem var Arnór Aðalsteinn Ragnarsson að þessu sinni.
Lesa meira