24.05.2021
Skólinn fékk nýlega úthlutað styrk frá Íþróttasambandi fatlaðra í tengslum við verkefni á vegum félagsmálaráðuneytis. Veittir voru styrkir í verkefni sem hafa eftirfarandi að meginmarkmiði; að efla heilbrigði fatlaðs fólks og auka möguleika íþróttafólks með fötlun/sérþarfir á þátttöku í fjölbreyttu íþróttastarfi, að styðja við starf á sviði íþrótta fatlaðra og efla samstarf við almenn íþróttafélög, að hvetja til rannsókna, þróunar nýrra greina, þjálfaranámskeiða og hreyfiþjálfunar í skólum/sérdeildum og að styðja við hugmyndir sem stuðla að virkni og þátttöku einstaklinga með fötlun/sérþarfir í íþróttastarfi á Íslandi og vinna að jafnrétti á sviði íþróttastarfs.
Lesa meira
19.05.2021
Nemendur fjórða bekkjar hafa farið í sveitaferð undanfarin ár en sú hefð hefur þróast aðeins hjá okkur. Markmiðið með ferðinni var að skoða húsdýrin, afurðir og kynnast lífinu í sveitinni. Í stað þess að fara um í rútu um sveitir Þingeyjarsýslu þá hjóluðu þeir saman annars vegar upp að Grobbholti og suður í Saltvík.
Lesa meira
12.05.2021
Nemendur sjöunda bekkjar frumsýna Skilaboðaskjóðuna á skólasamkomu skólans í dag. Það er löng hefð fyrir skólasamkomu en þar koma nemendur fram og sýna dans, söng og ýmis atriði. Nemendur fyrsta, þriðja og fimmta bekkjar koma þar fram ásamt sjöunda bekk. Skólasamkoman er samstarfsverkefni við Tónlistarskóla Húsavíkur.
Lesa meira
06.05.2021
Nemendur tíunda bekkjar frumsýndu verkið Sendu mér SMS í Gamla Samkomuhúsinu í dag. En liður í fjáröflun þeirra er uppsetning á leikriti. Karen Erludóttir leikstýrði og í hljómsveit eru þeir Daníel Borgþórsson, Jón Gunnar Stefánsson og Ragnar Hermannsson en Daníel og Ragnar eru foreldrar í árgangnum. Sögusviðið er töðugjaldadansleikur í ónefndu félagsheimili úti á landi þar sem margar litríkar persónur koma við sögu. Tónlist og söngur er því í miklu aðalhlutverki en tengt saman með spaugi og stuttum atriðum. Höfundar verksins eru þeir Bjartmar Hannesson og Hafsteinn Þórisson.
Lesa meira
29.04.2021
Ærslabelgurinn býður upp á ýmsa leiki og fjör. Það er mikilvægt að kenna börnum góða leiki. Því miður hefur það gerst að stórum steinum og grjóti hefur verið komið fyrir á belgnum og svo er farið að hoppa. Grjótið kastast til og frá og af þessu hafa orðið slys. Við biðjum foreldra að ræða þetta heima fyrir og það gerum við einnig hér í skólanum. Ástæða þess að við erum að nefna þetta hér er að þessi leikur fer að miklu leyti fram utan skóla tíma.
Lesa meira
26.04.2021
Það var spenna í lofti og tilhlökkun vegna afhendingar Óskarsverðlaunanna. Þar var atriðið við lagið Husavik my hometown frumflutt en atriðið var tekið upp á Húsavík á dögunum. Lagið var tilnefnt sem besta lagið í kvikmynd. Stúlkur í fimmta bekk skólans voru þátttakendur í verkefninu og voru samfélagi sínu og skóla til mikils sóma. Yngstu nemendur skólans komu saman á Sal til að horfa á Óskarsverðlaunaatriðið en margir höfðu séð atriðið frumflutt í gærkveldi. Þeir sungu svo lagið saman og við heyrum smá bút úr laginu hér að neðan.
Lesa meira
23.04.2021
Næstkomandi sunnudagskvöld verður bein útsending frá afhendingu Óskarsverðlauna í Hollywood. Hátíðin er stærsta hátíð sinnar tegundar og mikið um dýrðir. Það er óþarfi að fjölyrða um þá Íslands- og Húsavíkurtengingu sem er við hátíðina. Nægir að nefna að stúlkur í fimmta bekk skólans koma þar fram.
Lesa meira
22.04.2021
Nemendur & starfsfólk Borgarhólsskóla óska öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Lesa meira
19.04.2021
Skólapúlsinn er tæki til að meta gæði skólastarfs. Úrtak allra aðila skólasamfélagsins svara spurningakönnun á tveggja til þriggja ára fresti, þ.e. foreldrar, nemendur og starfsfólk. Skólapúlsinn er áreiðanlegt sjálfsmat fyrir lifandi skólastarf. Þess vegna þarf að rýna í niðurstöður og gaumgæfa hvar eru tækifæri til að gera betur.
Lesa meira
08.04.2021
Skólaárinu 2020-2021 fer senn að ljúka. Fjölskylduráð Norðurþings hefur staðfest tillögu að skóladagatali næsta skólaárs. Tillagan var sömuleiðis tekin fyrir í skólaráði og samþykkt. Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2021 - 2022 liggur fyrir og öllum aðgengilegt.
Lesa meira