17.08.2021
Með breytingu á lögum frá 2008 var skólastarf og frístundastarf samþætt m.a. með því að starfrækja frístundaheimili (lengri viðvera) fyrir yngri nemendur grunnskóla. Öllum grunnskólanemendum skal gefinn kostur á að taka þátt í frístunda- og félagsstarfi þar sem tekið er mið af þörfum, þroska og áhuga hvers og eins. Með frístunda- og félagsstarfi í lögum þessum er annars vegar átt við starfsemi frístundaheimila fyrir nemendur í yngri árgöngum grunnskóla og hins vegar félagsstarf fyrir alla árganga grunnskólans.
Lesa meira
16.08.2021
Það er að ýmsu að hyggja við upphaf skólaárs. Heilbrigt og hollt matarræði er hluti af góðum skóladegi. Búið er að birta matseðil fyrir ágústmánuð og september. Þá hefur verið opnað fyrir skráningu í mat og við hvetjum foreldra til að skrá börn sín í hádegismat.
Lesa meira
13.08.2021
Nú í ágúst verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára.
Bólusett verður í Íþróttahöllinni á Húsavík miðvikudaginn 18. ágúst 2021. Árgangar 2006-2007 kl.
16:00 og árgangar 2008-2009 kl. 16:30. Strikamerki verður sent með SMS í símanúmer
foreldris/forráðamanns. Ef þú ætlar ekki að nýta bólusetningu fyrir þitt barn vinsamlegast hafðu
samband við Heilsugæslu í síma 4640500
Lesa meira
23.06.2021
Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 12. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um skólann hér á heimasíðunni.
Lesa meira
10.06.2021
Eftir áratuga þjónustu við börn og ungmenni láta þau Jóa Údda, Maggi og Pálmi af störfum við Borgarhólsskóla. Jóhanna Guðjónsdóttir, Magnús Pétur Magnússon og Pálmi Björn Jakobsson hafa öll starfað við kennslu á Húsavík og víðar síðastliðna áratugi og líta nú til baka. Jóa varð sextug fyrir nokkru en hún var á svokallaðri 95-ára reglu og þeir félagar hafa báðir náð sjötugsaldri.
Lesa meira
07.06.2021
Eins og Ræningjarnir sungu í Kardemommubænum; ég er viss um það var hér allt í gær. Munirnir eru í skólanum. Þannig er það og umtalsvert magn óskilamuna í skólanum. Við hvetjum nemendur og foreldra til að sækja muni sína, húfur, úlpur, skór, töskur, vettlingar, bolir og sitthvað fleira sem er þeirra eign. Skólinn er opinn til föstudagsins 11. júní næstkomandi. Eftir það verður óskilamunum sem eftir eru komið til Rauða krossins.
Lesa meira
07.06.2021
Nemendur skólans komu saman til að kveðja þá félaga Magnús Pétur Magnússon og Pálma Björn Jakobsson sem ganga í dag undir nöfnunum Maggi á safninu og Pálmi ritari. Þeir hafa starfað samtals við kennslu í meira en átta áratugi. Maggi hefur starfað sem bókasafnskennari síðastliðin ár og Pálmi sem skólaritari.
Lesa meira
04.06.2021
Síðustu dagar hvers skólaárs fela í sér uppbrot á hefðbundinni kennslu. Veður hefur verið gott, sól og hlýindi. Almenn menntun stuðlar á hverjum tíma að aukinni hæfni einstaklingsins til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Almenn menntun miðar að því að efla skilning einstaklingsins á eiginleikum sínum og hæfileikum og þar með hæfni til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Hún er hvort tveggja í senn einstaklingsmiðuð og samfélagsleg.
Lesa meira
03.06.2021
Nemendur tíunda bekkjar kvöddu skólann sinn í dag eftir tíu ára skólagöngu með skólaskírteini í hönd. Hver og einn heldur sína leið með eigin markmið og stefnu í lífinu. Skólinn óskar nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og velfarnaðar á lífsins leið.
Lesa meira
03.06.2021
Veður hefur verið með ágætum í lok skólaárs. Þá er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf með leikjum og samveru enda liður í því að læra. Nemendum skólans bauðst að fara í sápufroðuvatnsrennibraut í blíðskaparveðri í dag. Slökkvilið Norðurþings var mætt, Húsasmiðjan skaffaði plastið og Sundlaugin á Húsavík aðstöðu. Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag. Við látum myndirnar tala sínu máli enda gleði í hverju andliti, sólin skín og skólaárinu að ljúka.
Lesa meira