11.02.2021
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var haldinn í liðinni viku. Hann er haldinn árlega víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna á neti og til að hvetja til góðra samskipta á neti. Á Íslandi er hann skipulagður af SAFT. SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi.
Lesa meira
09.02.2021
Nemendur fimmta til og með tíunda bekk tóku í dag þátt í rannsókn á vegum Rannsóknar og greiningar – Ungt fólk 2021. Rannsóknirnar Ungt fólk eru þýðisrannsóknir en í því felst að þær eru ekki byggðar á hefðbundnum úrtökum heldur er reynt að ná til sem flestra í úrtaksrammanum innan þýðisins. Niðurstöður þessara kannana eru því mjög áreiðanlegar, hvort sem litið er til tiltekinna landssvæða eða mismunandi hópa.
Lesa meira
04.02.2021
Það er stutt að fara til að komast í góða skíðabrekku. Veður þessa vikuna hefur verið stillt og fallegt. Því buðum við nemendum fjórða til og með tíunda bekk að fara á skíði í Reyðarárhnjúk eða Höskuldsvatnshnjúk auk þess að fara í göngutúr frá skólanum og renna sér í Neðri-Skálamel. Við fengum Fjallasýn til að aka með nemendur upp á skíðasvæði sem leið lág meðfram Kötlubrúnum, upp á Grásteinsheiði og Grjóthálsinn þar sem útsýnið var ægifagurt enda víðsýnt.
Lesa meira
21.01.2021
Verkefnið List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum.
Lesa meira
19.01.2021
Sjálfstraust er eins og nafnið gefur til kynna það traust sem við berum til okkar sjálfra til að leysa það vel af hendi sem fyrir liggur. Segja má að traustið byggist á því áliti sem við höfum á okkur sjálfum sem manneskjum. Sjálfstraustið tengist því á því hvernig við tölum við okkur sjálf. Þótt það hljómi kannski skrítið þá erum við að tala við okkur sjálf alla daga þ.e.a.s. gerum athugasemdir í huganum við það sem við segjum og gerum. Þetta kallast sjálfvirk hugsun og við verðum yfirleitt lítið vör við hana vegna þess að við erum svo vön henni. Líkt og reyndir bílstjórar taka varla eftir þegar þeir skipta um gír, þeir eru orðnir svo vanir því.
Lesa meira
04.01.2021
Í upphaf árs tók ný reglugerð um starf í grunnskólum gildi. Kennsla hefst á morgun samkvæmt upphaflegri stundaskrá. Nemendur fyrsta til og með fimmta bekkjar ganga venju samkvæmt inn að austan, gengt framhaldsskólanum og nemendur sjötta til og með tíunda bekkjar að vestan frá Borgarhóli.
Lesa meira
18.12.2020
Starfsfólk Borgarhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og íbúum öllum gleðilegra jóla. Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Vonandi njóta allir jólanna í faðmi fjölskyldu og vina. Kennsla hefst þriðjudaginn 5. jan. 2021.
Lesa meira
18.12.2020
Fyrir jól er hefðbundið skólastarf gjarnan með fjölbreyttari hætti. Sköpunarþrá á sér rætur í meðfæddri forvitni, athafnaþrá og stuðlar að frumkvæði einstaklingsins. Sköpunargleði leiðir til námsáhuga þegar börn og ungmenni skynja merkingu viðfangsefnanna og gildi þeirra.
Lesa meira
16.12.2020
Ný tækni skapar fjölbreytni og opnar á nýjar leiðir til að ná til nemenda. Með nýjum kennsluaðferðum verður til nýr áhugi og innspýting. Margir nemendur þekkja og spila tölvuleikinn eða forritið Minecraft. Leikurinn er víða notaður í kennslu. Hann getur hjálpað nemendum að læra hugtök í stærðfræði, þjálfað rökhugsun o.fl. Í leiknum skapa nemendur og þjálfast í hverskonar færni en sköpun er einn lykilþáttur í skólastarfi.
Lesa meira
15.12.2020
Í samfélaginu á sér stað bylting – háttalagsbylting. Sú bylting fer ekki framhjá skólafólki. Byltingarvaldurinn er snjalltækið sem æði margir líta eingöngu á sem leiktæki, ekki hagræðingartæki(færi) eða verkfæri. Fyrir snjalltækjavæðingu skóla er nauðsynlegt að hugleiða hvernig tækin eiga að koma að gagni.
Lesa meira