- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í samfélaginu á sér stað bylting – háttalagsbylting. Sú bylting fer ekki framhjá skólafólki. Byltingarvaldurinn er snjalltækið sem æði margir líta eingöngu á sem leiktæki, ekki hagræðingartæki(færi) eða verkfæri. Fyrir snjalltækjavæðingu skóla er nauðsynlegt að hugleiða hvernig tækin eiga að koma að gagni.
Kennarar í sjötta bekk hafa notast við snjallkassa frá Þekkingarneti Þingeyinga. Í honum eru fimm ólík legóverkefni. Nemendur geta valið um að byggja ýmsar tegundir af vélmennum sem þau forrita og stýra með spjaldtölvu. Vélmennin hafa margskonar eiginleika; keyrt, gengið, malað, gefið frá sér hljóð, leyst þrautir o.fl. Nemendur þurfa að smíða og forrita vélmennin svo þau komist úr spori og gefi frá sér hljóð.
Núna í desembermánuði hafa nemendur sjötta bekkjar unnið með legó og forritun. Þeir unnu saman í hópum að byggja sín vélmenni. Vinnan gekk vel og höfðu nemendur gaman af. Núna er búið að byggja fjögur vélmenni og margt í gangi hjá nemendum.
Í þessari vinnu reynir á mörg markmið sem tengjast aðalnámskrá grunnskóla en þar má m.a. nefna hæfni eins og að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum undir leiðsögn og í samvinnu með öðrum, geta nýtt sér mismunandi tæknibúnað á hagkvæman og fjölbreyttan hátt og geta nýtt hugbúnað/forrit við miðlun þekkingar á skapandi og skýran hátt.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |