29.10.2021
Veturnætur eða vetrarnætur eru forn tímamót sem haldin voru hátíðleg á Norðurlöndunum áður en þau tóku Kristni. Voru hátíðarhöldin haldin í október til að fagna upphafi vetrar. Hrekkjavökusiður frá Bandaríkjunum hefur fest sig í sessi í íslenskri menningu þar sem fólk og fyrirtæki gera sér glaðan dag með ýmsum hætti. Það er engin undantekning í Borgarhólsskóla.
Lesa meira
28.10.2021
Skólablakmót á vegum Blaksambands Íslands var haldið á Akureyri í vikunni. Mótin eru haldin hringinn í kringum landið. Markmiðið með skólablaki er að kynna krökkum og kennurum fyrir blakíþróttinni, einfalda kennsluaðferðir og auka sýnileika hennar á landsvísu. Einnig er þetta frábær vettvangur fyrir hópefli fyrir nemendur og mikil skemmtun fyrir alla.
Lesa meira
27.10.2021
Jákvæð karlmennska, hvað er það? Unglingarnir okkar fóru á fyrirlestur um karlmennskuna. Í fyrirlestrinum er áherslan á hvað við getum gert sem einstaklingar til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um karlmennsku. Fyrirlesari var Þorsteinn V. Einarsson, kennari, kynjafræðingur og stofnandi Karlmennskan.
Lesa meira
25.10.2021
Tölvuleikir hafa breyst mikið og eru margir hverjir mjög raunverulegir. Í Kastljósi, sem er skylduvalgrein meðal elstu nemenda, fengu nemendur kynningu á gömlum tölvuleikjum. Þeir kepptu í Mario Cart, ExciteBike, Street fighter, Super Mario Bros o.fl. Margir muna eftir Donkey Kong sem kom út 1981 og Super Mario Bros 1985. Grafík í tölvuleikjum er mjög raunveruleg í dag og frábrugðin því sem áður var.
Lesa meira
22.10.2021
Nemendur sjötta bekkjar skrifuðu sveitarfélaginu bréf í samstarfi við kennarana sína þar sem vænst er úrbóta á skólalóð skólans. Lítil uppbygging í afþreyingu hefur átt sér stað í nokkur ár á lóðinni. Krakkarnir nefna það í bréfinu að þegar þeir fara í önnur bæjarfélög til að keppa í íþróttum eins og á Akureyri, Blönduósi, Dalvík og Sauðárkróki leiki þeir sér á skólalóðum viðkomandi skóla. Þeir birtu nokkrar myndir af öðrum skólalóðum og létu fylgja bréfinu. Auk þess nefna þeir nokkrar hugmyndir eins og körfuboltavöll, trampólín á jörðinni, kastala með rennibraut, aparólu og fleiri rólur.
Lesa meira
20.10.2021
U17 ára landslið Íslands í bæði karla- og kvennaflokki kepptu á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku sem lauk í dag. Níu af 24 leikmönnum liðanna koma úr Völsungi og þar af tveir núverandi nemendur skólans. Tvö ár eru liðin síðan keppnin fór fram síðast og ríkti mikil spenna fyrir keppnishaldinu. Stúlkurnar náðu gullinu og við óskum þeim til hamingju. Við erum stolt af okkar fólki og óskum þeim alls hins besta.
Lesa meira
15.10.2021
Undanfarin ár höfum við skráð þátttöku foreldra og aðstandenda í samtali heimilis og skóla eftir kyni. Konur mæta einar í viðtal í 46% tilfella. Saman mæta foreldrar í 46% tilfella og 8% feður einir. Það er breyting frá því í síðasta samtali þegar mæður mættu einar í 41% tilfella. Það fækkar lítillega feðrum sem mæta einir og sömuleiðis að foreldrar mæti saman í viðtal.
Lesa meira
12.10.2021
Alþjóðlegi forvarnardagurinn var haldinn síðastliðinn miðvikudag, 6. október. Þá var skólinn lokaður og bæði nemendur og starfsfólk heima við, í ákveðnu forvarnarskyni. En í tilefni dagsins þá ákvað björgunarsveitin Garðar á Húsavík að gefa öllum börnum endurskinsmerki. Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg.
Lesa meira
10.10.2021
Hefðbundið skólahald hefst á morgun, mánudaginn 11. október. Margir nemendur og nokkrir starfsmenn þurftu að fara í sóttkví. Þá var nokkuð um smit innan skólans. Með lokun skólans liðna viku er talið að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari smit. Ekki greindust frekari smit um helgina. Við þökkum kærlega þá samvinnu sem hefur einkennt þessa viku til að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Starfsemi skólamötuneytis og Frístundar verður með eðlilegum hætti.
Lesa meira
05.10.2021
Skólahald hefur verið fellt niður þessa vikuna. Vonast er til að skólastarf geti hafist næstkomandi mánudag, 11. október, með eðlilegum hætti. Þetta er gert í ljósi ástandsins í samfélaginu er varðar heimsfaraldur covid-19 og sóttkvíar hjá stórum hópi starfsfólks. Sömuleiðis er Frístund lokuð.
Lesa meira