- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Símanotkun ungmenna hefur nokkuð verið til umræðu undanfarin ár. Hún nær inn í skólana og eru mörg ungmenni með síma í leik og starfi rétt eins og fullorðnir. Fyrir nokkru var ákveðið að reyna að draga úr símasamskiptum þegar nemendur komu saman í frímínútum. Einn liður í því var að fjölga afþreyingarmöguleikum nemenda í frímínútum og voru sett upp tvö borðtennisborð auk fótboltaspils.
Það er óhætt að segja að borðtennisáhugi hafi aukist verulega og er nú keppst um borðin til að spila. Í áttunda, níunda og tíunda bekk er 91 nemandi. Það er því ljóst að færri komast að en vilja. Tveir ungir drengir í áttunda bekk, þeir Gunnar Marteinsson og Magnús Ingi Ásgeirsson tóku til sinna ráða og stofnuðu borðtennisklúbb. Hann heitir Borðtennisfálkarnir og hittist einu sinni í viku í Íþróttahöllinni. Þangað geta ungmenni mætt og spilað borðtennis. Þá drengi langaði að spila meira borðtennis og ræddu hugmyndina í félagsmiðstöðinni sinni og úr varð þessi klúbbur. Það var mikil aðsókn í upphafi segja þeir félagar en í Íþróttahöllinni er aðeins eitt borð til afnota. „Það verður að kaupa fleiri borð, það er svo mikill áhugi“ segja þeir.
Við fögnum þessu frumkvæði og hvetjum þá Gunnar og Magnús áfram í starfi Borðtennisfálkanna.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |