- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Íslensku jólasveinar sem við þekkjum í dag eru þrettán talsins. Þeir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi, verndara barna og sæfarenda í kaþólskum sið. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Þeir eru synir þeirra allra verstu illvætta sem til eru á Íslandi, Grýlu og Leppalúða. Fyrsta ritaða heimildin þar sem minnst er á jólasveinana er frá 17. öld en það er Grýlukvæði séra Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi.
Nemendur fjórða bekkjar voru að undirbúa salarskemmtun fyrir nokkru og skoðuðu gömlu íslensku jólasveinavísurnar eftir Jóhannes úr Kötlum. Nemendum fannst vísurnar vera nokkuð gamaldags og fóru að velta fyrir sér hvernir vísurnar væru ef þær skyldu samdar í dag. Þeir fóru að vinna að því ásamt kennurunum sínum og komu með fullt af hugmyndum og úr varð ný jólasveinavísa sem Kristjana Eysteinsdóttir, kennari, setti saman. Sömuleiðis gerðu þeir myndband í samstarfi við Arnþór Þórsteinsson.
Nýmóðins jólasveinavísur eftir Kristjönu Eysteinsdóttur úr Brúum í samstarfi við nemendur sína um þá fjórtán sveina og mömmu þeirra:
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |