- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Eins og segir í ljóðinu Íslenskuljóðið; á íslensku má alltaf finna svar. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því var þjóðfáni Íslendinga dreginn í heila stöng.
Dagurinn markar upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í sjöunda bekk.
Nemendur unnu að ýmsum verkefnum eins og að setja saman málshætti, fræðast um Jónas þennan Hallgrímsson, sungu lög og hlýddu á lestur á íslensku. Kennarar sjöunda bekkjar fluttu ljóðið Hefnd sem er af fyrstu plötu Skálmaldar. Kiddý Hörn las ljóðið með hefðbundum hætti á meðan Björgvin eða Böbbi öskraði lagið líkt og hann gerir í flutning Skálmaldar. Elísabet Ingvarsdóttir flutti ljóðið Hver á sér fegra föðurland en hún sigraði Stóru upplestrarkeppnina í fyrra.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |